Átök harðna í Taílandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. desember 2013 06:45 Vel stæðir íbúar höfuðborgarinnar virðast engan veginn geta sætt sig við stjórnina. Mynd/EPA Ólgan í Taílandi undanfarna daga á sér langa sögu, en átökin snúast um það hvort lýðræðislega kjörin stjórn Yinglucks Shinawatra forsætisráðherra hafi rétt til þess að fara með völdin. Hin gamla valdaklíka auðugra höfuðborgarbúa, sem hafði stjórnað landinu áratugum saman, virðist engan veginn geta sætt sig við að Yingluck, og þar áður Thaksin bróðir hennar, hafi verið kosin til valda fyrir tveimur árum með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, sem flest virðast hafa komið frá fátækari landsmönnum utan höfuðborgarinnar, Bangkok. Yingluck, rétt eins og Thaksin, komst til valda með loforðum til almennings, sem gamla valdaklíkan segir lýðskrum eitt. Thaksin var sakaður um spillingu og hlaut dóm fyrir, og Yingluck er sökuð um að láta bróður sinn í reynd stjórna landinu úr útlegð. Suthep Thaugsuban, stjórnarandstæðingurinn sem er í forystu mótmælanna undanfarið, segist ekki ætla að linna látum fyrr en stjórnin hefur hrakist frá völdum. Hann vill þó ekki láta efna til nýrra kosninga, enda engan veginn hægt að reikna með því að Yingluck yrði ekki kosin aftur, heldur vill hann að völdin fari til sérskipaðs ráðs, sem óljóst er hvaða umboð á að hafa til að stjórna. Yingluck segist ekki sjá hvernig hægt sé að verða við kröfum mótmælenda án þess að brjóta um leið gegn stjórnarskrá landsins. Herinn hefur til þessa kosið að halda sig til hlés í átökunum, en fyrir sjö árum tók hann sér stöðu með höfuðborgarklíkunni og steypti stjórn Thaksins af stóli. Herinn hafði þá margsinnis í sögu landsins gripið inn í pólitísk átök með því að gera stjórnarbyltingu. Alls hefur herinn í Taílandi átján sinnum steypt stjórn landsins af stóli, eða reynt það. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Ólgan í Taílandi undanfarna daga á sér langa sögu, en átökin snúast um það hvort lýðræðislega kjörin stjórn Yinglucks Shinawatra forsætisráðherra hafi rétt til þess að fara með völdin. Hin gamla valdaklíka auðugra höfuðborgarbúa, sem hafði stjórnað landinu áratugum saman, virðist engan veginn geta sætt sig við að Yingluck, og þar áður Thaksin bróðir hennar, hafi verið kosin til valda fyrir tveimur árum með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, sem flest virðast hafa komið frá fátækari landsmönnum utan höfuðborgarinnar, Bangkok. Yingluck, rétt eins og Thaksin, komst til valda með loforðum til almennings, sem gamla valdaklíkan segir lýðskrum eitt. Thaksin var sakaður um spillingu og hlaut dóm fyrir, og Yingluck er sökuð um að láta bróður sinn í reynd stjórna landinu úr útlegð. Suthep Thaugsuban, stjórnarandstæðingurinn sem er í forystu mótmælanna undanfarið, segist ekki ætla að linna látum fyrr en stjórnin hefur hrakist frá völdum. Hann vill þó ekki láta efna til nýrra kosninga, enda engan veginn hægt að reikna með því að Yingluck yrði ekki kosin aftur, heldur vill hann að völdin fari til sérskipaðs ráðs, sem óljóst er hvaða umboð á að hafa til að stjórna. Yingluck segist ekki sjá hvernig hægt sé að verða við kröfum mótmælenda án þess að brjóta um leið gegn stjórnarskrá landsins. Herinn hefur til þessa kosið að halda sig til hlés í átökunum, en fyrir sjö árum tók hann sér stöðu með höfuðborgarklíkunni og steypti stjórn Thaksins af stóli. Herinn hafði þá margsinnis í sögu landsins gripið inn í pólitísk átök með því að gera stjórnarbyltingu. Alls hefur herinn í Taílandi átján sinnum steypt stjórn landsins af stóli, eða reynt það.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira