Átök harðna í Taílandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. desember 2013 06:45 Vel stæðir íbúar höfuðborgarinnar virðast engan veginn geta sætt sig við stjórnina. Mynd/EPA Ólgan í Taílandi undanfarna daga á sér langa sögu, en átökin snúast um það hvort lýðræðislega kjörin stjórn Yinglucks Shinawatra forsætisráðherra hafi rétt til þess að fara með völdin. Hin gamla valdaklíka auðugra höfuðborgarbúa, sem hafði stjórnað landinu áratugum saman, virðist engan veginn geta sætt sig við að Yingluck, og þar áður Thaksin bróðir hennar, hafi verið kosin til valda fyrir tveimur árum með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, sem flest virðast hafa komið frá fátækari landsmönnum utan höfuðborgarinnar, Bangkok. Yingluck, rétt eins og Thaksin, komst til valda með loforðum til almennings, sem gamla valdaklíkan segir lýðskrum eitt. Thaksin var sakaður um spillingu og hlaut dóm fyrir, og Yingluck er sökuð um að láta bróður sinn í reynd stjórna landinu úr útlegð. Suthep Thaugsuban, stjórnarandstæðingurinn sem er í forystu mótmælanna undanfarið, segist ekki ætla að linna látum fyrr en stjórnin hefur hrakist frá völdum. Hann vill þó ekki láta efna til nýrra kosninga, enda engan veginn hægt að reikna með því að Yingluck yrði ekki kosin aftur, heldur vill hann að völdin fari til sérskipaðs ráðs, sem óljóst er hvaða umboð á að hafa til að stjórna. Yingluck segist ekki sjá hvernig hægt sé að verða við kröfum mótmælenda án þess að brjóta um leið gegn stjórnarskrá landsins. Herinn hefur til þessa kosið að halda sig til hlés í átökunum, en fyrir sjö árum tók hann sér stöðu með höfuðborgarklíkunni og steypti stjórn Thaksins af stóli. Herinn hafði þá margsinnis í sögu landsins gripið inn í pólitísk átök með því að gera stjórnarbyltingu. Alls hefur herinn í Taílandi átján sinnum steypt stjórn landsins af stóli, eða reynt það. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Ólgan í Taílandi undanfarna daga á sér langa sögu, en átökin snúast um það hvort lýðræðislega kjörin stjórn Yinglucks Shinawatra forsætisráðherra hafi rétt til þess að fara með völdin. Hin gamla valdaklíka auðugra höfuðborgarbúa, sem hafði stjórnað landinu áratugum saman, virðist engan veginn geta sætt sig við að Yingluck, og þar áður Thaksin bróðir hennar, hafi verið kosin til valda fyrir tveimur árum með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, sem flest virðast hafa komið frá fátækari landsmönnum utan höfuðborgarinnar, Bangkok. Yingluck, rétt eins og Thaksin, komst til valda með loforðum til almennings, sem gamla valdaklíkan segir lýðskrum eitt. Thaksin var sakaður um spillingu og hlaut dóm fyrir, og Yingluck er sökuð um að láta bróður sinn í reynd stjórna landinu úr útlegð. Suthep Thaugsuban, stjórnarandstæðingurinn sem er í forystu mótmælanna undanfarið, segist ekki ætla að linna látum fyrr en stjórnin hefur hrakist frá völdum. Hann vill þó ekki láta efna til nýrra kosninga, enda engan veginn hægt að reikna með því að Yingluck yrði ekki kosin aftur, heldur vill hann að völdin fari til sérskipaðs ráðs, sem óljóst er hvaða umboð á að hafa til að stjórna. Yingluck segist ekki sjá hvernig hægt sé að verða við kröfum mótmælenda án þess að brjóta um leið gegn stjórnarskrá landsins. Herinn hefur til þessa kosið að halda sig til hlés í átökunum, en fyrir sjö árum tók hann sér stöðu með höfuðborgarklíkunni og steypti stjórn Thaksins af stóli. Herinn hafði þá margsinnis í sögu landsins gripið inn í pólitísk átök með því að gera stjórnarbyltingu. Alls hefur herinn í Taílandi átján sinnum steypt stjórn landsins af stóli, eða reynt það.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira