Ástand heimsins Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. nóvember 2013 07:00 Bandaríkin - Hluti fólks tók forskot á sæluna á "Black Friday“, árvissri stórútsölu í Bandaríkjunum. Sumar verslanir hófu gleðina þegar á fimmtudag. Parið hér að ofan var mætt fyrir birtingu í verslun Best Buy í Naples í Flórída í gær. Þar var opnað klukkan sex árdegis. Nordicphotos/AFP Enn ein fataverksmiðjan verður eldi að bráð í Bangladess, fólk er flutt af hamfarasvæðum á Filippseyjum, Femen liðar mótmæla í Litháen, afgönsk börn leika listir sínar og Bandaríkjamenn sækja útsölur sem aldrei fyrr.Afganistan - Litla farandhringleikahúsið (The Mobile Mini Circus for Children eða MMCC) er skipað afgönskum börnum. Hér má sjá sýningu í Kabúl í gær þar sem boltum var meðal annars haldið á lofti. Að sirkusnum standa alþjóðleg frjáls félagasamtök sem vilja miðla fræðslu og skemmtan til barna í landinu.Nordicphotos/AFPBangladess - Enn einn stórbruni varð í fataverksmiðju í Bangladess í gær. Að þessu sinni leikur grunur á að kveikt hafi verið í einni af helstu smiðjunum í Gazipur í úthverfi Dakka. Á staðnum eru búin til föt fyrir fjölda vestrænna vörumerkja. Reitt verkafólk er grunað um íkveikjuna, en níu hæða há byggingin er ónýt eftir brunann. Engar fregnir eru af mannskaða.Nordicphotos/AFPBretland - Fjölskylda Lee Rigby, hermanns sem myrtur var fyrir utan Woolwich-herstöðina í suðausturhluta Lundúna, mætir við upphaf réttarhalda yfir morðingjum hans í dómhúsinu (Old Bailey) í Lundúnum í gær. Michael Adebolajo, 28 ára, og Michael Adebowale, 22 ára, eru sakaðir um glæpinn. Þeir óku á Rigby þar sem hann var vopnlaus á leið heim í skála og réðust svo á hann rænulausan með sveðjum.Nordicphotos/AFPFilippseyjar - Eftirlifendur fellibylsins, sem reið yfir Tacloban í Leyte-héraði á Filippseyjum, sjást hér um borð í C-130 herflugvél á leið til Maníla í gær. Stjórnvöld sendu á fimmtudag frá sér yfirlýsingu um að hagvöxtur í landinu á þriðja ársfjórðungi hefði verið sjö prósent, en vond veður hefðu temprað vöxt og fellibylurinn í þessum mánuði myndi hægja enn á hagkerfinu.Nordicphotos/AFPLitháen - Yana Zdhanova, úr femínísku aðgerðasamtökunum Femen, situr í bíl eftir að lögregla stöðvaði mótmæli samtakanna nærri höllinni þar sem Evrópusambandsráðstefna ríkja í austurhluta Evrópu stendur yfir í Vilníus. ESB hefur komið á grunnsamkomulagi við Georgíu og Moldóvu, en hefur ekki tekist að virkja Úkraínu í viðleitni til að efla tengsl við austantjaldsríkin sex sem áður voru hluti af Sovétríkjunum. Hin þrjú eru Armenía, Aserbaídsjan og Hvíta-Rússland.Nordicphotos/AFP Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Enn ein fataverksmiðjan verður eldi að bráð í Bangladess, fólk er flutt af hamfarasvæðum á Filippseyjum, Femen liðar mótmæla í Litháen, afgönsk börn leika listir sínar og Bandaríkjamenn sækja útsölur sem aldrei fyrr.Afganistan - Litla farandhringleikahúsið (The Mobile Mini Circus for Children eða MMCC) er skipað afgönskum börnum. Hér má sjá sýningu í Kabúl í gær þar sem boltum var meðal annars haldið á lofti. Að sirkusnum standa alþjóðleg frjáls félagasamtök sem vilja miðla fræðslu og skemmtan til barna í landinu.Nordicphotos/AFPBangladess - Enn einn stórbruni varð í fataverksmiðju í Bangladess í gær. Að þessu sinni leikur grunur á að kveikt hafi verið í einni af helstu smiðjunum í Gazipur í úthverfi Dakka. Á staðnum eru búin til föt fyrir fjölda vestrænna vörumerkja. Reitt verkafólk er grunað um íkveikjuna, en níu hæða há byggingin er ónýt eftir brunann. Engar fregnir eru af mannskaða.Nordicphotos/AFPBretland - Fjölskylda Lee Rigby, hermanns sem myrtur var fyrir utan Woolwich-herstöðina í suðausturhluta Lundúna, mætir við upphaf réttarhalda yfir morðingjum hans í dómhúsinu (Old Bailey) í Lundúnum í gær. Michael Adebolajo, 28 ára, og Michael Adebowale, 22 ára, eru sakaðir um glæpinn. Þeir óku á Rigby þar sem hann var vopnlaus á leið heim í skála og réðust svo á hann rænulausan með sveðjum.Nordicphotos/AFPFilippseyjar - Eftirlifendur fellibylsins, sem reið yfir Tacloban í Leyte-héraði á Filippseyjum, sjást hér um borð í C-130 herflugvél á leið til Maníla í gær. Stjórnvöld sendu á fimmtudag frá sér yfirlýsingu um að hagvöxtur í landinu á þriðja ársfjórðungi hefði verið sjö prósent, en vond veður hefðu temprað vöxt og fellibylurinn í þessum mánuði myndi hægja enn á hagkerfinu.Nordicphotos/AFPLitháen - Yana Zdhanova, úr femínísku aðgerðasamtökunum Femen, situr í bíl eftir að lögregla stöðvaði mótmæli samtakanna nærri höllinni þar sem Evrópusambandsráðstefna ríkja í austurhluta Evrópu stendur yfir í Vilníus. ESB hefur komið á grunnsamkomulagi við Georgíu og Moldóvu, en hefur ekki tekist að virkja Úkraínu í viðleitni til að efla tengsl við austantjaldsríkin sex sem áður voru hluti af Sovétríkjunum. Hin þrjú eru Armenía, Aserbaídsjan og Hvíta-Rússland.Nordicphotos/AFP
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira