Erlent

Húsvörðurinn í krufningum vegna manneklu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Yfirmenn ákváðu að leita til húsvarðarins vegna manneklu í líkhúsinu.
Yfirmenn ákváðu að leita til húsvarðarins vegna manneklu í líkhúsinu. mynd/getty
Í líkhúsinu í Kristianstad í Svíþjóð hefur húsvörður í afleysingastarfi krufið að minnsta kosti tvö lík. Áður hafði hann tekið líffæri og hornhimnur úr látnum einstaklingum.

Í frétt á vef Sydsvenska Dagbladet segir að í júlí síðastliðnum hafi verið mannekla vegna sumarfría en í kjallaranum hafi legið lík sem þurfti að kryfja. Yfirmenn ákváðu að leita til húsvarðarins. Honum fannst þetta í lagi, að því er hann segir í viðtali á fréttavefnum.

Deildarstjórinn Leif Gillving kveðst hafa verið efins og leitað ráða annarra áður en hann tók ákvörðunina þar sem húsvörðurinn hafi ekki haft menntun í faginu. Hann hafi hins vegar aðstoðað við krufningar um langt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×