John Kerry lofar að Íranar muni ekki öðlast kjarnavopn Eilmar Hauksson skrifar 4. nóvember 2013 07:00 Kerry fullvissaði Abdel Fattah al-Sissi, varnarmálaráðherra Egyptalands, að Bandaríkin muni vernda bandamenn sína. mynd/ap John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi um helgina að sannfæra egypsk stjórnvöld um að Bandaríkin muni ekki leyfa að ráðist verði á landið. Ummæli Kerry hafa verið túlkuð sem viðvörun til íranskra stjórnvalda varðandi hernaðaríhlutun í löndum bandamanna Bandaríkjanna. Hann minntist sérstaklega á Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Katar, Jórdaníu, Egyptaland sem og önnur lönd, án þess að tilgreina hvaða lönd það væru nákvæmlega, sem lönd sem Bandaríkin muni vernda. Talið er að Kerry hafi þar átt við Ísrael, helsta bandamann Bandaríkjanna í Miðausturlöndunum. „Bandaríkjamenn verða til staðar til að verja vini sína og bandamenn,“ sagði Kerry við blaðamenn í Kaíró, en Egyptaland var fyrsti viðkomustaðurinn á ferðalagi hans um Miðausturlönd, Evrópu og Norður-Afríku. Kerry yfirgaf Egyptaland á sunnudaginn og hélt til Sádi-Arabíu þar sem talið er að hann muni þurfa að lægja öldur sem hafa risið í stjórnartíð Baracks Obama. Yfirvöld þar í landi hafa lýst óánægju sinni með að Bandaríkin hafi ekki fylgt eftir refsiaðgerðum gegn Bashar Al Assad Sýrlandsforseta og beitt hernaðarvaldi gegn Sýrlandsstjórn vegna notkunar þarlendra stjórnvalda á efnavopnum gegn eigin borgurum. Kerry minntist á Sýrlandsmálið á blaðamannafundinum í Kaíró og reyndi að gera minna úr deiluefninu. Hann sagði nokkur lönd ekki deila sömu skoðun á aðferðum Bandaríkjanna í Sýrlandi. „það má vera að deilur séu um aðferðir hér og þar,“ sagði Kerry, en bætti við að víðtæk samstaða væri um það markmið að enda átök og mynda bráðabirgðastjórn í Sýrlandi. „Við deilum öll þeirri skoðun að markmiðið er að halda sýrlenska ríkinu saman og veita þjóðinni tækifæri til að ráða eigin framtíð.“ Þá bætti Kerry við að Bandaríkin myndu aldrei leyfa Íransstjórn að öðlast kjarnorkuvopn. Ríkisstjórn Obama biðlar nú til þingsins að hægja á fyrirætlunum um refsiaðgerðir gegn Íransstjórn til þess að halda möguleika á sveigjanleika í samningaviðræðum Bandaríkjanna og Írans varðandi kjarnorkuáætlun Írana. Nýjar samningaviðræður um kjarnorkuáætlunina hefjast í Genf á fimmtudag en þar munu þau fimm ríki sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þjóðverja, funda með fulltrúum klerkastjórnarinnar. „Íran mun ekki öðlast kjarnavopn. Það er loforð frá forseta Bandaríkjanna,“ sagði Kerry. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi um helgina að sannfæra egypsk stjórnvöld um að Bandaríkin muni ekki leyfa að ráðist verði á landið. Ummæli Kerry hafa verið túlkuð sem viðvörun til íranskra stjórnvalda varðandi hernaðaríhlutun í löndum bandamanna Bandaríkjanna. Hann minntist sérstaklega á Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Katar, Jórdaníu, Egyptaland sem og önnur lönd, án þess að tilgreina hvaða lönd það væru nákvæmlega, sem lönd sem Bandaríkin muni vernda. Talið er að Kerry hafi þar átt við Ísrael, helsta bandamann Bandaríkjanna í Miðausturlöndunum. „Bandaríkjamenn verða til staðar til að verja vini sína og bandamenn,“ sagði Kerry við blaðamenn í Kaíró, en Egyptaland var fyrsti viðkomustaðurinn á ferðalagi hans um Miðausturlönd, Evrópu og Norður-Afríku. Kerry yfirgaf Egyptaland á sunnudaginn og hélt til Sádi-Arabíu þar sem talið er að hann muni þurfa að lægja öldur sem hafa risið í stjórnartíð Baracks Obama. Yfirvöld þar í landi hafa lýst óánægju sinni með að Bandaríkin hafi ekki fylgt eftir refsiaðgerðum gegn Bashar Al Assad Sýrlandsforseta og beitt hernaðarvaldi gegn Sýrlandsstjórn vegna notkunar þarlendra stjórnvalda á efnavopnum gegn eigin borgurum. Kerry minntist á Sýrlandsmálið á blaðamannafundinum í Kaíró og reyndi að gera minna úr deiluefninu. Hann sagði nokkur lönd ekki deila sömu skoðun á aðferðum Bandaríkjanna í Sýrlandi. „það má vera að deilur séu um aðferðir hér og þar,“ sagði Kerry, en bætti við að víðtæk samstaða væri um það markmið að enda átök og mynda bráðabirgðastjórn í Sýrlandi. „Við deilum öll þeirri skoðun að markmiðið er að halda sýrlenska ríkinu saman og veita þjóðinni tækifæri til að ráða eigin framtíð.“ Þá bætti Kerry við að Bandaríkin myndu aldrei leyfa Íransstjórn að öðlast kjarnorkuvopn. Ríkisstjórn Obama biðlar nú til þingsins að hægja á fyrirætlunum um refsiaðgerðir gegn Íransstjórn til þess að halda möguleika á sveigjanleika í samningaviðræðum Bandaríkjanna og Írans varðandi kjarnorkuáætlun Írana. Nýjar samningaviðræður um kjarnorkuáætlunina hefjast í Genf á fimmtudag en þar munu þau fimm ríki sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þjóðverja, funda með fulltrúum klerkastjórnarinnar. „Íran mun ekki öðlast kjarnavopn. Það er loforð frá forseta Bandaríkjanna,“ sagði Kerry.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira