Tíu þúsund hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni Valur Grettisson skrifar 12. október 2013 07:00 Miklar úrsagnir hafa verið úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum. Ríflega tíu þúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Flestir skráðu sig úr kirkjunni árið 2010 þegar rúmlega þrjú þúsund sögðu sig úr kirkjunni á tveggja mánaða tímabili. Það sem af er ári nú hafa tæplega ellefu hundruð manns skráð sig úr þjóðkirkjunni. „Biskupinn er í vanda staddur því hann vill höfða til frjálslyndra og berjast fyrir mannréttindum en að sama skapi ekki styggja þá sem eru íhaldssamari,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt.Sigurður Hólm GunnarssonHann segir þau hjá Siðmennt, sem er óháð lífsskoðunarfélag, hafa tekið eftir mikilli óánægju í samfélaginu vegna afstöðu kirkjunnar til ýmissa mannréttindamála. „Í raun eiga kirkjunnar menn í vanda vegna þess að þeir geta ekki tekið skýra afstöðu í málum þar sem þeir reyna að höfða til sem flestra,“ segir Sigurður Hólm. Aðspurður segir hann strauminn ekki stefna til Siðmenntar en nýskráningar í lífsskoðunarfélög síðustu þrjár vikurnar eru rúmlega 300. Hann segir þó félagið finna fyrir auknum áhuga. Þau tímamót verða hjá félaginu um jólin að það fer að fá hluta af sóknargjöldum ríkisins. Kristín Þórunn TómasdóttirSéra Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Garðabæ, segir úrsagnirnar umhugsunarverðar. „Á árunum 2010-2013 er kannski ýmislegt sem hefur orðið til þess að fólk hættir að samsvara sig með kirkjunni þótt það hætti ekki að tengja við boðskapinn og þá vill það koma á framfæri ákveðnum skilaboðum eða mótmælum og sér enga aðra leið til þess en að segja sig úr kirkjunni,“ segir Kristín Þórunn. Þjóðkirkjan hefur farið í gegnum mjög erfiða umræðu um kynferðisofbeldi og nú nýlega umræðu um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar og Hátíð vonar. „Á þessum tíma hefur líka orðið mjög jákvæð þróun í yfirstjórn kirkjunnar. Við höfum nýjan ferskan biskup sem hefur til dæmis ítrekað stuðning þjóðkirkjunnar við ólíkar fjölskyldugerðir og hjúskap samkynhneigðra,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur orðið raunfækkun í kirkjunni um 6.303 einstaklinga. Alls eru 245 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna í ár. Árið 2010 voru 251 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna. Einstaklingum utan trúfélaga hefur fjölgað um rúmlega sex þúsund. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Ríflega tíu þúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Flestir skráðu sig úr kirkjunni árið 2010 þegar rúmlega þrjú þúsund sögðu sig úr kirkjunni á tveggja mánaða tímabili. Það sem af er ári nú hafa tæplega ellefu hundruð manns skráð sig úr þjóðkirkjunni. „Biskupinn er í vanda staddur því hann vill höfða til frjálslyndra og berjast fyrir mannréttindum en að sama skapi ekki styggja þá sem eru íhaldssamari,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt.Sigurður Hólm GunnarssonHann segir þau hjá Siðmennt, sem er óháð lífsskoðunarfélag, hafa tekið eftir mikilli óánægju í samfélaginu vegna afstöðu kirkjunnar til ýmissa mannréttindamála. „Í raun eiga kirkjunnar menn í vanda vegna þess að þeir geta ekki tekið skýra afstöðu í málum þar sem þeir reyna að höfða til sem flestra,“ segir Sigurður Hólm. Aðspurður segir hann strauminn ekki stefna til Siðmenntar en nýskráningar í lífsskoðunarfélög síðustu þrjár vikurnar eru rúmlega 300. Hann segir þó félagið finna fyrir auknum áhuga. Þau tímamót verða hjá félaginu um jólin að það fer að fá hluta af sóknargjöldum ríkisins. Kristín Þórunn TómasdóttirSéra Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Garðabæ, segir úrsagnirnar umhugsunarverðar. „Á árunum 2010-2013 er kannski ýmislegt sem hefur orðið til þess að fólk hættir að samsvara sig með kirkjunni þótt það hætti ekki að tengja við boðskapinn og þá vill það koma á framfæri ákveðnum skilaboðum eða mótmælum og sér enga aðra leið til þess en að segja sig úr kirkjunni,“ segir Kristín Þórunn. Þjóðkirkjan hefur farið í gegnum mjög erfiða umræðu um kynferðisofbeldi og nú nýlega umræðu um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar og Hátíð vonar. „Á þessum tíma hefur líka orðið mjög jákvæð þróun í yfirstjórn kirkjunnar. Við höfum nýjan ferskan biskup sem hefur til dæmis ítrekað stuðning þjóðkirkjunnar við ólíkar fjölskyldugerðir og hjúskap samkynhneigðra,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur orðið raunfækkun í kirkjunni um 6.303 einstaklinga. Alls eru 245 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna í ár. Árið 2010 voru 251 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna. Einstaklingum utan trúfélaga hefur fjölgað um rúmlega sex þúsund.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira