„Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. október 2013 00:01 Laufey segir kvikmyndagerð rekna á hagkvæman hátt, allt sé fjármagnað af einkaaðilum til móts við ríkið. Mynd/Anton Fallið er frá áformum um 470 milljón króna framlag í Kvikmyndasjóð sem veitt var á fjárlögum ársins 2013 auk 15 milljón króna lækkunar á framlögum til sjóðsins til að mæta markmiðum um aðhald í útgjaldaramma ráðuneytisins. Kvikmyndasjóður fær því 735 milljón krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en á fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir 1,1 milljarði. „Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina, það er alveg ljóst,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. „Fjármögnun verkefna hefur alltaf verið erfið og sjóðurinn hrundi með hruninu. Svo var gefið í á þessu ári með fjárfestingaráætluninni en nú hefur verið hætt við hana.“ Laufey segir að viðhalda þurfi fagmennskunni. „Hugmyndaríkir kvikmyndamenn þurfa tæki og tól. Það þarf peninga til.“ Að sögn Laufeyjar kemur niðurskurðinn ekki á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið viðhöfð undanfarið. „Hinsvegar held ég að kvikmyndagerðin hér sé rekin á mjög hagkvæman hátt,“ útskýrir Laufey. „Til móts við fjárframlög ríkisins kemur fjármagn frá einkaaðilum. Fjármögnun frá ríkinu margfaldast því í gegnum fjármögnun annars staðar. Hins vegar er ekkert hægt gera nema styrkveitingum frá ríkinu.“ Hún óttast það að hæfileikafólk í kvikmyndagerð flytji annað ef það verða ekki næg verkefni á boðstólum. „Það þarf alltaf visst mörg verkefni til þess að halda fólkinu innan greinarinnar og í þjálfun. Ég óttast að það verði erfitt. Þetta er alþjóðleg grein og fólk leitar annað,“ segir Laufey sem vonast þó til þess að okkar hæfileikafólk vilji dvelja hér á landi áfram. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Fallið er frá áformum um 470 milljón króna framlag í Kvikmyndasjóð sem veitt var á fjárlögum ársins 2013 auk 15 milljón króna lækkunar á framlögum til sjóðsins til að mæta markmiðum um aðhald í útgjaldaramma ráðuneytisins. Kvikmyndasjóður fær því 735 milljón krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en á fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir 1,1 milljarði. „Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina, það er alveg ljóst,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. „Fjármögnun verkefna hefur alltaf verið erfið og sjóðurinn hrundi með hruninu. Svo var gefið í á þessu ári með fjárfestingaráætluninni en nú hefur verið hætt við hana.“ Laufey segir að viðhalda þurfi fagmennskunni. „Hugmyndaríkir kvikmyndamenn þurfa tæki og tól. Það þarf peninga til.“ Að sögn Laufeyjar kemur niðurskurðinn ekki á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið viðhöfð undanfarið. „Hinsvegar held ég að kvikmyndagerðin hér sé rekin á mjög hagkvæman hátt,“ útskýrir Laufey. „Til móts við fjárframlög ríkisins kemur fjármagn frá einkaaðilum. Fjármögnun frá ríkinu margfaldast því í gegnum fjármögnun annars staðar. Hins vegar er ekkert hægt gera nema styrkveitingum frá ríkinu.“ Hún óttast það að hæfileikafólk í kvikmyndagerð flytji annað ef það verða ekki næg verkefni á boðstólum. „Það þarf alltaf visst mörg verkefni til þess að halda fólkinu innan greinarinnar og í þjálfun. Ég óttast að það verði erfitt. Þetta er alþjóðleg grein og fólk leitar annað,“ segir Laufey sem vonast þó til þess að okkar hæfileikafólk vilji dvelja hér á landi áfram.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira