„Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. október 2013 00:01 Laufey segir kvikmyndagerð rekna á hagkvæman hátt, allt sé fjármagnað af einkaaðilum til móts við ríkið. Mynd/Anton Fallið er frá áformum um 470 milljón króna framlag í Kvikmyndasjóð sem veitt var á fjárlögum ársins 2013 auk 15 milljón króna lækkunar á framlögum til sjóðsins til að mæta markmiðum um aðhald í útgjaldaramma ráðuneytisins. Kvikmyndasjóður fær því 735 milljón krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en á fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir 1,1 milljarði. „Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina, það er alveg ljóst,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. „Fjármögnun verkefna hefur alltaf verið erfið og sjóðurinn hrundi með hruninu. Svo var gefið í á þessu ári með fjárfestingaráætluninni en nú hefur verið hætt við hana.“ Laufey segir að viðhalda þurfi fagmennskunni. „Hugmyndaríkir kvikmyndamenn þurfa tæki og tól. Það þarf peninga til.“ Að sögn Laufeyjar kemur niðurskurðinn ekki á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið viðhöfð undanfarið. „Hinsvegar held ég að kvikmyndagerðin hér sé rekin á mjög hagkvæman hátt,“ útskýrir Laufey. „Til móts við fjárframlög ríkisins kemur fjármagn frá einkaaðilum. Fjármögnun frá ríkinu margfaldast því í gegnum fjármögnun annars staðar. Hins vegar er ekkert hægt gera nema styrkveitingum frá ríkinu.“ Hún óttast það að hæfileikafólk í kvikmyndagerð flytji annað ef það verða ekki næg verkefni á boðstólum. „Það þarf alltaf visst mörg verkefni til þess að halda fólkinu innan greinarinnar og í þjálfun. Ég óttast að það verði erfitt. Þetta er alþjóðleg grein og fólk leitar annað,“ segir Laufey sem vonast þó til þess að okkar hæfileikafólk vilji dvelja hér á landi áfram. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Fallið er frá áformum um 470 milljón króna framlag í Kvikmyndasjóð sem veitt var á fjárlögum ársins 2013 auk 15 milljón króna lækkunar á framlögum til sjóðsins til að mæta markmiðum um aðhald í útgjaldaramma ráðuneytisins. Kvikmyndasjóður fær því 735 milljón krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en á fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir 1,1 milljarði. „Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina, það er alveg ljóst,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. „Fjármögnun verkefna hefur alltaf verið erfið og sjóðurinn hrundi með hruninu. Svo var gefið í á þessu ári með fjárfestingaráætluninni en nú hefur verið hætt við hana.“ Laufey segir að viðhalda þurfi fagmennskunni. „Hugmyndaríkir kvikmyndamenn þurfa tæki og tól. Það þarf peninga til.“ Að sögn Laufeyjar kemur niðurskurðinn ekki á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið viðhöfð undanfarið. „Hinsvegar held ég að kvikmyndagerðin hér sé rekin á mjög hagkvæman hátt,“ útskýrir Laufey. „Til móts við fjárframlög ríkisins kemur fjármagn frá einkaaðilum. Fjármögnun frá ríkinu margfaldast því í gegnum fjármögnun annars staðar. Hins vegar er ekkert hægt gera nema styrkveitingum frá ríkinu.“ Hún óttast það að hæfileikafólk í kvikmyndagerð flytji annað ef það verða ekki næg verkefni á boðstólum. „Það þarf alltaf visst mörg verkefni til þess að halda fólkinu innan greinarinnar og í þjálfun. Ég óttast að það verði erfitt. Þetta er alþjóðleg grein og fólk leitar annað,“ segir Laufey sem vonast þó til þess að okkar hæfileikafólk vilji dvelja hér á landi áfram.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira