Ný og skemmtileg orka í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2013 06:00 Liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Malmö óttuðust að hún myndi láta Ramonu Bachmann, leikmann Malmö og svissneska landsliðsins, finna of mikið fyrir sér. Mynd/Valli Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tók brosandi og afslappaður á móti íslensku blaðamönnunum þegar landsliðið hélt opna æfingu í gær. Fram undan er fyrsti leikur hans sem þjálfari á fimmtudagskvöldið og verkefnið er að stoppa sjóðheitt sóknarlið Sviss, sem skoraði níu mörk á móti Serbíu um síðustu helgi.Með skemmtilegt sóknarlið „Ég sá styrkleika þeirra mjög vel og við sáum hvernig þær vilja spila sóknarlega. Þær voru í sókn allan leikinn. Þetta er bara ákveðin áminning fyrir okkur að þær eru með þrusulið og að við þurfum að vera á tánum. Þetta er mjög skemmtilegt sóknarlið en við ætlum að taka hressilega á þeim og loka fyrir þeirra styrkleika,“ segir Freyr. Hann tók við íslenska liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, sem hafði náð sögulegum árangri með liðið og nú síðast komið liðinu í átta liða úrslitin á EM. Nú stefna íslensku stelpurnar á að komast á HM í fyrsta sinn en mótherjarnir frá Sviss hafa aldrei komist á stórmót.Lykilmennirnir eru stórstjörnur „Ég er búinn að tala um það áður að lykilmenn þeirra eru stórstjörnur og alvöru leikmenn sem eru að spila í toppliðum. Við þurfum að ná að loka á þær og á sama tíma þurfum við að ráðast á veikleikana þeirra. Við erum mjög vel undirbúin og ég fékk frábæra skýrslu frá Betu (Elísabet Gunnarsdóttir) um þær,“ sagði Freyr. Stærsta stjarnan í svissneska liðinu er örugglega Ramona Bachmann, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur hjá sænska liðinu LdB Malmö. Sara Björk veit því manna best hversu öflugur leikmaður Bachmann er en þær eru jafnaldrar. „Hún er rosalega góð og einn besti leikmaðurinn í sænsku deildinni. Við þurfum að hafa góðar gætur á henni. Hún er rosalega fljót og rosalega teknísk. Hún er hættuleg ef hún nær að snúa með boltann og mjög góð ein á móti einum,“ segir Sara en hún þekkir líka veikleikana vel.Pirrast mjög fljótt „Hún er líka svona karakter sem pirrast mjög fljótt ef að það er tekið vel á henni. Við erum þannig lið sem pirrar þær og tekur vel á þeim. Við munum verjast vel og vera nálægt þeim því Ramona er ekki eini góði leikmaðurinn í þessu liði. Þær eru nokkrar,“ segir Sara. Ramona Bachmann skoraði tvö mörk í sigrinum á Serbum en Ana Maria Crnogorcevic skoraði fernu. Sara Björk segir þær Ramonu ekki hafa rætt mikið um komandi leik. „Við ræddum aðeins saman áður en við fórum í verkefnin og bara um að það væri gaman að spila hvor á móti annarri. Við hjá Malmö-liðinu erum að fara að spila mikilvæga leiki eftir landsleikjahléið og leikmennirnir í liðinu sögðu við mig: Ekki meiða hana. Ég svaraði bara að ég gæti ekki lofað neinu,“ segir Sara glottandi.Ný og skemmtileg orka Sara er bjartsýn eftir fyrstu æfingar liðsins undir stjórn Freys. „Það er ný og skemmtileg orka í hópnum og góð stemning. Sterkustu þjóðirnar í riðlinum eru Danmörk og Sviss og það er rosalega mikilvægt að taka þrjú stig á móti þessum liðum. Við erum alltaf sterkari á heimavelli og viljum klárlega nýta okkur það,“ sagði Sara að lokum. ooj@frettabladid.is Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tók brosandi og afslappaður á móti íslensku blaðamönnunum þegar landsliðið hélt opna æfingu í gær. Fram undan er fyrsti leikur hans sem þjálfari á fimmtudagskvöldið og verkefnið er að stoppa sjóðheitt sóknarlið Sviss, sem skoraði níu mörk á móti Serbíu um síðustu helgi.Með skemmtilegt sóknarlið „Ég sá styrkleika þeirra mjög vel og við sáum hvernig þær vilja spila sóknarlega. Þær voru í sókn allan leikinn. Þetta er bara ákveðin áminning fyrir okkur að þær eru með þrusulið og að við þurfum að vera á tánum. Þetta er mjög skemmtilegt sóknarlið en við ætlum að taka hressilega á þeim og loka fyrir þeirra styrkleika,“ segir Freyr. Hann tók við íslenska liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, sem hafði náð sögulegum árangri með liðið og nú síðast komið liðinu í átta liða úrslitin á EM. Nú stefna íslensku stelpurnar á að komast á HM í fyrsta sinn en mótherjarnir frá Sviss hafa aldrei komist á stórmót.Lykilmennirnir eru stórstjörnur „Ég er búinn að tala um það áður að lykilmenn þeirra eru stórstjörnur og alvöru leikmenn sem eru að spila í toppliðum. Við þurfum að ná að loka á þær og á sama tíma þurfum við að ráðast á veikleikana þeirra. Við erum mjög vel undirbúin og ég fékk frábæra skýrslu frá Betu (Elísabet Gunnarsdóttir) um þær,“ sagði Freyr. Stærsta stjarnan í svissneska liðinu er örugglega Ramona Bachmann, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur hjá sænska liðinu LdB Malmö. Sara Björk veit því manna best hversu öflugur leikmaður Bachmann er en þær eru jafnaldrar. „Hún er rosalega góð og einn besti leikmaðurinn í sænsku deildinni. Við þurfum að hafa góðar gætur á henni. Hún er rosalega fljót og rosalega teknísk. Hún er hættuleg ef hún nær að snúa með boltann og mjög góð ein á móti einum,“ segir Sara en hún þekkir líka veikleikana vel.Pirrast mjög fljótt „Hún er líka svona karakter sem pirrast mjög fljótt ef að það er tekið vel á henni. Við erum þannig lið sem pirrar þær og tekur vel á þeim. Við munum verjast vel og vera nálægt þeim því Ramona er ekki eini góði leikmaðurinn í þessu liði. Þær eru nokkrar,“ segir Sara. Ramona Bachmann skoraði tvö mörk í sigrinum á Serbum en Ana Maria Crnogorcevic skoraði fernu. Sara Björk segir þær Ramonu ekki hafa rætt mikið um komandi leik. „Við ræddum aðeins saman áður en við fórum í verkefnin og bara um að það væri gaman að spila hvor á móti annarri. Við hjá Malmö-liðinu erum að fara að spila mikilvæga leiki eftir landsleikjahléið og leikmennirnir í liðinu sögðu við mig: Ekki meiða hana. Ég svaraði bara að ég gæti ekki lofað neinu,“ segir Sara glottandi.Ný og skemmtileg orka Sara er bjartsýn eftir fyrstu æfingar liðsins undir stjórn Freys. „Það er ný og skemmtileg orka í hópnum og góð stemning. Sterkustu þjóðirnar í riðlinum eru Danmörk og Sviss og það er rosalega mikilvægt að taka þrjú stig á móti þessum liðum. Við erum alltaf sterkari á heimavelli og viljum klárlega nýta okkur það,“ sagði Sara að lokum. ooj@frettabladid.is
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira