Leggur til að ríkið ráði flugvallarsvæðinu Stígur Helgason skrifar 6. september 2013 07:00 Reykjavíkurflugvöllur er stanslaust bitbein. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hyggst á haustþingi leggja fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. „Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur allra landsmanna og landið sem hann situr á er jafnt í eigu Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins. Það var tekin ákvörðun um það á sínum tíma að skipulagsvald yfir Keflavíkurflugvelli yrði hjá ríkinu, og þar með Alþingi, og að sama skapi tel ég eðlilegt að það sé Alþingi Íslendinga sem fjalli um skipulagsmál á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Höskuldur. Frumvarpssmíðin er langt komin og að sögn Höskuldar ætlar hann að kynna það fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna á næstu dögum. Þar vonast hann til að afla meðflutningsmanna. „En ég vonast fyrst og fremst til þess að málið fái málefnalega og góða umfjöllun inni á Alþingi og verði rætt þar í rólegheitum.“Höskuldur ÞórhallssonHöskuldur segir að það sé skýrt í stjórnarskránni að sjálfsákvörðunarvaldið sé hjá sveitarfélögunum nema lög kveði á um annað. „Þannig að það er hægt að takmarka þetta vald með lagasetningu og ég tel að fordæmin séu mjög skýr.“ Auk Keflavíkurflugvallar bendir hann á þjóðgarðinn á Þingvöllum og sömuleiðis frumvarp sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lagði fram í mars síðastliðnum um að skipulagsvald á alþingisreitnum við Austurvöll flyttist til þingsins. Það komst þó aldrei til umræðu. „Ég set Reykjavíkurflugvöll undir sama hatt og Keflavíkurflugvöll, þjóðgarðinn á Þingvöllum og alþingisreitinn. Þetta eru einfaldlega staðir sem snúa að öllum landsmönnum, hvar sem þeir búa. Þess vegna er eðlilegt að það séu kjörnir fulltrúar alls landsins sem hlutist til um það hvernig skipulagsmálum er háttað þar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. „Eftir því sem lög ákveða“ Stjórnarskrárákvæðið sem Höskuldur vitnar til er númer 76. Þar segir: „Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.“ Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hyggst á haustþingi leggja fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. „Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur allra landsmanna og landið sem hann situr á er jafnt í eigu Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins. Það var tekin ákvörðun um það á sínum tíma að skipulagsvald yfir Keflavíkurflugvelli yrði hjá ríkinu, og þar með Alþingi, og að sama skapi tel ég eðlilegt að það sé Alþingi Íslendinga sem fjalli um skipulagsmál á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Höskuldur. Frumvarpssmíðin er langt komin og að sögn Höskuldar ætlar hann að kynna það fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna á næstu dögum. Þar vonast hann til að afla meðflutningsmanna. „En ég vonast fyrst og fremst til þess að málið fái málefnalega og góða umfjöllun inni á Alþingi og verði rætt þar í rólegheitum.“Höskuldur ÞórhallssonHöskuldur segir að það sé skýrt í stjórnarskránni að sjálfsákvörðunarvaldið sé hjá sveitarfélögunum nema lög kveði á um annað. „Þannig að það er hægt að takmarka þetta vald með lagasetningu og ég tel að fordæmin séu mjög skýr.“ Auk Keflavíkurflugvallar bendir hann á þjóðgarðinn á Þingvöllum og sömuleiðis frumvarp sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lagði fram í mars síðastliðnum um að skipulagsvald á alþingisreitnum við Austurvöll flyttist til þingsins. Það komst þó aldrei til umræðu. „Ég set Reykjavíkurflugvöll undir sama hatt og Keflavíkurflugvöll, þjóðgarðinn á Þingvöllum og alþingisreitinn. Þetta eru einfaldlega staðir sem snúa að öllum landsmönnum, hvar sem þeir búa. Þess vegna er eðlilegt að það séu kjörnir fulltrúar alls landsins sem hlutist til um það hvernig skipulagsmálum er háttað þar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. „Eftir því sem lög ákveða“ Stjórnarskrárákvæðið sem Höskuldur vitnar til er númer 76. Þar segir: „Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.“
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira