Erlent

Vaktavinna eykur líkur á fósturláti

Rannsókn sem framkvæmd var í háskólanum í Southampton virðist benda til þess að konur í dagvinnu eigi mun auðveldara með að verða þungaðar.
Rannsókn sem framkvæmd var í háskólanum í Southampton virðist benda til þess að konur í dagvinnu eigi mun auðveldara með að verða þungaðar. getty/nordicphotos
Konur sem vinna vaktavinnu eiga erfiðara með að verða ófrískar. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var í háskólanum í Southampton en alls tóku 100.000 konur þátt í rannsókninni.

Í ljós kom að 80% kvenna sem vinna næturvinnu eiga mun erfiðara með að verða þungaðar en þær sem vinna dagvinnu. Einnig kom í ljós að óreglulegt vaktaplan eykur líkurnar á fósturláti, óreglulegum blæðingum og getur valdið annars konar frjósemiserfiðleikum.

Þá segir að þær konur sem vinni vaktavinnu séu tvisvar sinnum ólíklegri til þess að verða þungaðar á einu og sama árinu. Dr. Linden Stocker sem framkvæmdi rannsóknina segir að vandamálið megi rekja til óreglulegs svefns, sem ruglar líkamsklukku kvenna, en líkamsklukkan hjálpar til við stjórn hormónaframleiðslu, hitastigs, blóðþrýstings og hjartsláttar líkamans.

Rannsókninni í Southampton er þó hins vegar ekki lokið og því biðla frjósemislæknar til kvenna í vaktavinnu að halda sér rólegum þar til endanlegar niðurstöður liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×