Zimmerman ekki enn laus allra mála Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. júlí 2013 17:26 Þúsundir manna héldu út á götur Bandaríkjanna um helgina til að mótmæla sýknudómnum. Mynd/AP Skipulögð mótmæli gegn sýknudómnum yfir George Zimmerman héldu áfram víða í borgum Bandaríkjanna í gær, annan daginn í röð. Mótmælendur vonast til að geta haldið dampinum áfram, en leggja áherslu á að mótmælin verði friðsamleg. Bandaríska dómsmálaráðuneytið segist hins vegar byrjað að kanna möguleika á því að draga Zimmerman á ný fyrir alríkisdóm í einkamáli. Óljóst er þó hvort bandarísk lög heimila það. Hann er því ekki laus allra mála þótt hann hafi gengið frjáls maður út úr réttarsalnum í Flórída á laugardag. Hann var sýknaður af ákæru um að hafa myrt sautján ára pilt að óyfirlögðu ráði. Pilturinn hét Trayvon Martin og var dökkur á húð en Zimmerman er af suður-amerískum ættum. Sýknudómurinn hefur því verið gagnrýndur fyrir að bera öll merki kynþáttafordóma. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt fólk til að sýna stilli, þrátt fyrir að málið veki upp sterkar tilfinningar. Ekki er um það deilt að Zimmerman varð Martin að bana í febrúar á síðasta ári. Zimmerman var sjálfboðaliði í nágrannavörslu þegar hann kom auga á Martin í húsagarði. Martin flúði þegar Zimmerman hljóp til hans, en viðureign þeirra lauk með því að Martin lá í valnum. „Hefði nú Trayvon Martin veifað byssu og elt óvopnaðan George Zimmerman, og síðan skotið hann til bana…Þarf ég nokkuð að ljúka þessari setningu?“ spurði kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore á Twitter-síðu sinni. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Skipulögð mótmæli gegn sýknudómnum yfir George Zimmerman héldu áfram víða í borgum Bandaríkjanna í gær, annan daginn í röð. Mótmælendur vonast til að geta haldið dampinum áfram, en leggja áherslu á að mótmælin verði friðsamleg. Bandaríska dómsmálaráðuneytið segist hins vegar byrjað að kanna möguleika á því að draga Zimmerman á ný fyrir alríkisdóm í einkamáli. Óljóst er þó hvort bandarísk lög heimila það. Hann er því ekki laus allra mála þótt hann hafi gengið frjáls maður út úr réttarsalnum í Flórída á laugardag. Hann var sýknaður af ákæru um að hafa myrt sautján ára pilt að óyfirlögðu ráði. Pilturinn hét Trayvon Martin og var dökkur á húð en Zimmerman er af suður-amerískum ættum. Sýknudómurinn hefur því verið gagnrýndur fyrir að bera öll merki kynþáttafordóma. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt fólk til að sýna stilli, þrátt fyrir að málið veki upp sterkar tilfinningar. Ekki er um það deilt að Zimmerman varð Martin að bana í febrúar á síðasta ári. Zimmerman var sjálfboðaliði í nágrannavörslu þegar hann kom auga á Martin í húsagarði. Martin flúði þegar Zimmerman hljóp til hans, en viðureign þeirra lauk með því að Martin lá í valnum. „Hefði nú Trayvon Martin veifað byssu og elt óvopnaðan George Zimmerman, og síðan skotið hann til bana…Þarf ég nokkuð að ljúka þessari setningu?“ spurði kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore á Twitter-síðu sinni.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira