Erlent

Kostuðu nærri fjörutíu manns lífið

Á vettvangi bílasprengju í Basra.
Á vettvangi bílasprengju í Basra. Mynd/AP
Að minnsta kosti 38 manns létu lífið í sprengjuárásum í Írak stuttu fyrir sólsetur í dag, þegar landsmenn voru í þann veginn að setjast að veisluborðum á föstumánuðinum ramadan.

Árásirnar voru gerðar í héruðum sjía-múslima suður af Bagdad. Fjöldi slíkra árása hefur verið gerður undanfarið og óttast margir að borgarastyrjöldin milli sjía og súnnía sé að magnast á ný.

Meira en 2.700 manns hafa látið lífið í átökum síðan í aprílbyrjun, og er mannfallið orðið meira en þekkst hefur síðan 2008. Ástandið er farið að minna á það eins og það var árin 2007 til 2008, þegar blóðbaðið var í hámarki.

Súnní-múslimar hafa undanfarin ár hert árásir sínar í ramadan-mánuðinum, þegar múslimar fasta á daginn en gera vel við sig í mat og drykk á kvöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×