Erlent

Spáir gjaldþrotum flugfélaga

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Stækkun Norwegian verður á kostnað annarra.
Stækkun Norwegian verður á kostnað annarra.
Framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins Norwegian, Bjørn Kos, trúir á áframhaldandi vöxt fyrirtækisins, sem er að verða tíunda stærsta flugfélagið í Evrópu. Stækkun fyrirtækisins verður hins vegar á kostnað annarra, að hans mati.

Hann telur að allir muni keppa við alla. Litlu flugfélögin muni hverfa. Í viðtali á fréttavef Dagens Næringsliv spáir Kos því að mörg flugfélög muni verða gjaldþrota finni þau ekki nýjar leiðir við reksturinn.

Að mati framkvæmdastjórans mun jafnvægi ekki nást fyrr en eftir tvö til þrjú ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×