Erlent

Danir ákveði ekki mataræði Grænlendinga

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Danir vilja hafa áhrif á hvalveiðikvóta Grænlendinga.
Danir vilja hafa áhrif á hvalveiðikvóta Grænlendinga.
 Danir eiga ekki að ákveða hvernig Grænlendingar lifa og borða, segir Karl Lyberth, sjávarútvegsráðherra Grænlands,í aðsendri grein í Politiken.

Hann segir að danska utanríkisráðuneytið hafi krafist þess að Grænlendingar leggi fram nýja tillögu fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið um kvóta sem sé undir ráðgjöf sjávarlíffræðinga um hversu mörg dýr megi veiða.

Ráðherrann bendir á að margir Evrópubúar lifi í samfélögum þar sem menn fari í stórmarkað og kaupi innpakkað kjöt af ræktuðum dýrum. Grænlendingar veiði sér hins vegar til matar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×