Erlent

Átti að hafa smyglað rottum í nærbuxunum

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Konan kemur af fjöllum og segist engum rottum hafa smyglað.
Konan kemur af fjöllum og segist engum rottum hafa smyglað.
Bandaríkin Bandarísk flugfreyja hyggst höfða mál á hendur fyrrverandi vinnuveitenda sínum, American Airlines, eftir að flugfélagið sakaði hana um að hafa smyglað rottum með sér inn í flugvél. Átti flugfreyjan að hafa falið þær í nærbuxum sínum.

Engar rottur fundust hjá flugfreyjunni þegar leitað var á henni við lendingu en hefur hún samt sem áður verið á svörtum lista hjá amerískum flugfélögum eftir atvikið.

Hún segist nú þjást af verulegri áfallastreituröskun og stefnir hún að því höfða dómsmál á hendur flugfélaginu vegna þess skaða sem hún hefur hlotið af ásökununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×