Erlent

Lettar taka upp evru um áramótin

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Valdis Dombrovkis, forsætisráðherra Lettlands, ávarpar blaðamenn í Brussel í gær.
Valdis Dombrovkis, forsætisráðherra Lettlands, ávarpar blaðamenn í Brussel í gær. Fréttablaðið/AP
Lettland verður átjánda ríki Evrópusambandsins til að taka upp evruna. Það gerist um næstu áramót, þann 1. janúar.

Fjármálaráðherrar ESB samþykktu þetta á fundi sínum í Brussel í gær í samræmi við tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Evrópuþingið samþykkti það fyrir sitt leyti 3. júlí og Seðlabanki ESB gaf sitt samþykki 5. júlí.

Fjármálaráðherrarnir segjast engar áhyggjur hafa af því að evrusvæðið stækki nú á tímum erfiðleika einstakra ríkja á evrusvæðinu. Lettland hafi uppfyllt öll efnahagsleg skilyrði til þess að taka upp evruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×