Ekki einu sinni enn Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júlí 2013 00:01 Katrín Ásbjörnsdóttir lendir í því í þriðja sinn á ferlinum að missa af landsliðsverkefni vegna meiðsla sem koma fram korteri fyrir mót. Mynd/Daníel Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þór/KA, fékk þær slæmu fréttir á þriðjudaginn að hún myndi missa af lokakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Svíþjóð síðar í júlí. Í hennar stað kemur Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni. Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir lokakeppnina. Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig og ég í raun trúi þessu ekki enn þá,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég lenti í samstuði við Þórdísi Hrönn [Sigfúsdóttur, leikmann Breiðabliks] á þriðjudaginn fyrir viku og ég hvíldi því tvo næstu leiki til þess að vera klár fyrir EM. Ég var að reyna komast fyrir boltann þegar ég fæ spark í kálfann og þar sem ég var það stöðug þá vilja læknarnir meina að brjósk og bein hafi farið illa saman.“Kölluð til í myndatöku Læknar íslenska landsliðsins í knattspyrnu vildu fá leikmanninn til Reykjavíkur í myndatöku þar sem útlitið var orðið nokkuð dökkt fyrir Katrínu. „Ég fór í myndatöku á þriðjudaginn og þá kom í ljós það sem maður óttaðist mest. Þar kom fram að ég er með beinmar í ökkla. Þetta eru þannig meiðsli að ég má akkúrat ekkert gera. Ef ég æfi í þessu ástandi mun þetta versna og gæti haft áhrif á feril minn sem knattspyrnukona. Ég verð því frá í fjórar vikur og má í raun lítið gera á þeim tíma, annað en að vera í sundi.“ Katrín fékk síðan símtalið sem hún hafði óttast. „Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari] hringdi í mig seinnipartinn á þriðjudag og sagði mér að ég myndi missa af lokakeppninni út af beinmari og vökva í liðböndum.“ Katrín hefur áður lent í því að missa af landsliðsverkefnum vegna meiðsla. „Á Algarve-mótinu í fyrra tognaði ég á liðbandi í hné á síðustu æfingu landsliðsins fyrir fyrsta leik og var þá send heim. Ég hef einnig lent í því að missa af Evrópumótinu í U-19 ára landsliðinu þegar ég tognaði aftan í læri rétt fyrir mót. Ég er orðin alveg rosalega þreytt á þessu.“Í sínu besta formi Katrín hefur leikið sérstaklega vel fyrir Þór/KA á tímabilinu og var við það að finna sitt allra besta form. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli og maður hreinlega trúir þessu ekki. Ég var búin að vinna mér inn sæti í landsliðinu og það hefur kostað mig blóð, svita og tár. Í vetur æfði ég mikið til að komast í þetta form. Ég átti sannarlega skilið að vera valin í landsliðið. Ég hef engin orð til að lýsa vonbrigðunum“. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þór/KA, fékk þær slæmu fréttir á þriðjudaginn að hún myndi missa af lokakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Svíþjóð síðar í júlí. Í hennar stað kemur Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni. Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir lokakeppnina. Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig og ég í raun trúi þessu ekki enn þá,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég lenti í samstuði við Þórdísi Hrönn [Sigfúsdóttur, leikmann Breiðabliks] á þriðjudaginn fyrir viku og ég hvíldi því tvo næstu leiki til þess að vera klár fyrir EM. Ég var að reyna komast fyrir boltann þegar ég fæ spark í kálfann og þar sem ég var það stöðug þá vilja læknarnir meina að brjósk og bein hafi farið illa saman.“Kölluð til í myndatöku Læknar íslenska landsliðsins í knattspyrnu vildu fá leikmanninn til Reykjavíkur í myndatöku þar sem útlitið var orðið nokkuð dökkt fyrir Katrínu. „Ég fór í myndatöku á þriðjudaginn og þá kom í ljós það sem maður óttaðist mest. Þar kom fram að ég er með beinmar í ökkla. Þetta eru þannig meiðsli að ég má akkúrat ekkert gera. Ef ég æfi í þessu ástandi mun þetta versna og gæti haft áhrif á feril minn sem knattspyrnukona. Ég verð því frá í fjórar vikur og má í raun lítið gera á þeim tíma, annað en að vera í sundi.“ Katrín fékk síðan símtalið sem hún hafði óttast. „Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari] hringdi í mig seinnipartinn á þriðjudag og sagði mér að ég myndi missa af lokakeppninni út af beinmari og vökva í liðböndum.“ Katrín hefur áður lent í því að missa af landsliðsverkefnum vegna meiðsla. „Á Algarve-mótinu í fyrra tognaði ég á liðbandi í hné á síðustu æfingu landsliðsins fyrir fyrsta leik og var þá send heim. Ég hef einnig lent í því að missa af Evrópumótinu í U-19 ára landsliðinu þegar ég tognaði aftan í læri rétt fyrir mót. Ég er orðin alveg rosalega þreytt á þessu.“Í sínu besta formi Katrín hefur leikið sérstaklega vel fyrir Þór/KA á tímabilinu og var við það að finna sitt allra besta form. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli og maður hreinlega trúir þessu ekki. Ég var búin að vinna mér inn sæti í landsliðinu og það hefur kostað mig blóð, svita og tár. Í vetur æfði ég mikið til að komast í þetta form. Ég átti sannarlega skilið að vera valin í landsliðið. Ég hef engin orð til að lýsa vonbrigðunum“.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira