Ekki einu sinni enn Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júlí 2013 00:01 Katrín Ásbjörnsdóttir lendir í því í þriðja sinn á ferlinum að missa af landsliðsverkefni vegna meiðsla sem koma fram korteri fyrir mót. Mynd/Daníel Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þór/KA, fékk þær slæmu fréttir á þriðjudaginn að hún myndi missa af lokakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Svíþjóð síðar í júlí. Í hennar stað kemur Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni. Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir lokakeppnina. Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig og ég í raun trúi þessu ekki enn þá,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég lenti í samstuði við Þórdísi Hrönn [Sigfúsdóttur, leikmann Breiðabliks] á þriðjudaginn fyrir viku og ég hvíldi því tvo næstu leiki til þess að vera klár fyrir EM. Ég var að reyna komast fyrir boltann þegar ég fæ spark í kálfann og þar sem ég var það stöðug þá vilja læknarnir meina að brjósk og bein hafi farið illa saman.“Kölluð til í myndatöku Læknar íslenska landsliðsins í knattspyrnu vildu fá leikmanninn til Reykjavíkur í myndatöku þar sem útlitið var orðið nokkuð dökkt fyrir Katrínu. „Ég fór í myndatöku á þriðjudaginn og þá kom í ljós það sem maður óttaðist mest. Þar kom fram að ég er með beinmar í ökkla. Þetta eru þannig meiðsli að ég má akkúrat ekkert gera. Ef ég æfi í þessu ástandi mun þetta versna og gæti haft áhrif á feril minn sem knattspyrnukona. Ég verð því frá í fjórar vikur og má í raun lítið gera á þeim tíma, annað en að vera í sundi.“ Katrín fékk síðan símtalið sem hún hafði óttast. „Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari] hringdi í mig seinnipartinn á þriðjudag og sagði mér að ég myndi missa af lokakeppninni út af beinmari og vökva í liðböndum.“ Katrín hefur áður lent í því að missa af landsliðsverkefnum vegna meiðsla. „Á Algarve-mótinu í fyrra tognaði ég á liðbandi í hné á síðustu æfingu landsliðsins fyrir fyrsta leik og var þá send heim. Ég hef einnig lent í því að missa af Evrópumótinu í U-19 ára landsliðinu þegar ég tognaði aftan í læri rétt fyrir mót. Ég er orðin alveg rosalega þreytt á þessu.“Í sínu besta formi Katrín hefur leikið sérstaklega vel fyrir Þór/KA á tímabilinu og var við það að finna sitt allra besta form. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli og maður hreinlega trúir þessu ekki. Ég var búin að vinna mér inn sæti í landsliðinu og það hefur kostað mig blóð, svita og tár. Í vetur æfði ég mikið til að komast í þetta form. Ég átti sannarlega skilið að vera valin í landsliðið. Ég hef engin orð til að lýsa vonbrigðunum“. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þór/KA, fékk þær slæmu fréttir á þriðjudaginn að hún myndi missa af lokakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Svíþjóð síðar í júlí. Í hennar stað kemur Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni. Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir lokakeppnina. Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig og ég í raun trúi þessu ekki enn þá,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég lenti í samstuði við Þórdísi Hrönn [Sigfúsdóttur, leikmann Breiðabliks] á þriðjudaginn fyrir viku og ég hvíldi því tvo næstu leiki til þess að vera klár fyrir EM. Ég var að reyna komast fyrir boltann þegar ég fæ spark í kálfann og þar sem ég var það stöðug þá vilja læknarnir meina að brjósk og bein hafi farið illa saman.“Kölluð til í myndatöku Læknar íslenska landsliðsins í knattspyrnu vildu fá leikmanninn til Reykjavíkur í myndatöku þar sem útlitið var orðið nokkuð dökkt fyrir Katrínu. „Ég fór í myndatöku á þriðjudaginn og þá kom í ljós það sem maður óttaðist mest. Þar kom fram að ég er með beinmar í ökkla. Þetta eru þannig meiðsli að ég má akkúrat ekkert gera. Ef ég æfi í þessu ástandi mun þetta versna og gæti haft áhrif á feril minn sem knattspyrnukona. Ég verð því frá í fjórar vikur og má í raun lítið gera á þeim tíma, annað en að vera í sundi.“ Katrín fékk síðan símtalið sem hún hafði óttast. „Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari] hringdi í mig seinnipartinn á þriðjudag og sagði mér að ég myndi missa af lokakeppninni út af beinmari og vökva í liðböndum.“ Katrín hefur áður lent í því að missa af landsliðsverkefnum vegna meiðsla. „Á Algarve-mótinu í fyrra tognaði ég á liðbandi í hné á síðustu æfingu landsliðsins fyrir fyrsta leik og var þá send heim. Ég hef einnig lent í því að missa af Evrópumótinu í U-19 ára landsliðinu þegar ég tognaði aftan í læri rétt fyrir mót. Ég er orðin alveg rosalega þreytt á þessu.“Í sínu besta formi Katrín hefur leikið sérstaklega vel fyrir Þór/KA á tímabilinu og var við það að finna sitt allra besta form. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli og maður hreinlega trúir þessu ekki. Ég var búin að vinna mér inn sæti í landsliðinu og það hefur kostað mig blóð, svita og tár. Í vetur æfði ég mikið til að komast í þetta form. Ég átti sannarlega skilið að vera valin í landsliðið. Ég hef engin orð til að lýsa vonbrigðunum“.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn