Erlent

Mengun frá iðnaði dró úr tíðni fárviðra

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Hreina loftið er ekki ekki aðeins gott fyrir mannfólkið, heldur skapar einnig betri aðstæður fyrir fárviðri.
Hreina loftið er ekki ekki aðeins gott fyrir mannfólkið, heldur skapar einnig betri aðstæður fyrir fárviðri. nordicphotos/AFP
Loftmengun frá iðnaði megnið af tuttugustu öldinni hafði að öllum líkindum þau hliðaráhrif að fárviðrum á Atlantshafinu fækkaði.

Þegar aðgerðir gegn iðnaðarmengun tóku að skila árangri á síðustu áratugum aldarinnar virðist þetta hafa snúist við, fárviðrum tók að fjölga á ný.

Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bresku veðurstofunnar, sem birt hefur verið í tímaritinu Nature Geoscience.

Vísindamennirnir segja að svifagnir frá iðnaðarútblæstri hafi þau áhrif að skýin verði bjartari, með þeim afleiðingum að meira af sólarljósinu endurkastist frá þeim. Áhrifin af þessu á hitastig sjávar dragi úr líkunum á því að fárviðri myndist.

Í tímaritinu taka vísindamennirnir fram að mikil óvissa ríki þó enn um samspil þessa þáttar við aðra þætti loftslagsbreytinga, svo sem útblástur gróðurhúsalofttegunda, rykmengun og ösku frá eldfjöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×