Erlent

Grefur skurð í gegnum Níkaragva

Þorgils Jónsson skrifar
Wang Jing segir allt líta vel út með fjármögnun vegna fyrirhugaðs skipaskurðar í gegnum Níkaragva.
Wang Jing segir allt líta vel út með fjármögnun vegna fyrirhugaðs skipaskurðar í gegnum Níkaragva. Mynd/AP
Wang Jing, forsvarsmaður HKND, kínverska fyrirtækisins að baki fyrirhuguðum skipaskurði í gegnum Níkaragúa, segir að honum sé full alvara með því að grafa skurðinn, sem settur er til höfuðs Panamaskurðinum. Í viðtali í gær hafnaði Wang orðrómi um að kínversk stjórnvöld stæðu á bak við áformin.

Hinn 40 ára gamli Wang, sem var að mestu óþekktur fyrir árið 2010, segir fulla þörf fyrir nýjan skurð í ljósi aukinna milliríkjaviðskipta.

Hann hefur fengið samþykki frá stjórnvöldum í Níkaragva og segist vonast til þess að skurðurinn, sem verður 286 kílómetra langur, verði tekinn í notkun ekki síðar en árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×