Erlent

Barn fannst í skólpröri á Spáni

Konan var handtekin í borginni Alicante á Spáni.
Konan var handtekin í borginni Alicante á Spáni.
26 ára kona hefur verið handtekin í borginni Alicante á Spáni grunuð um að hafa reynt að myrða nýfætt barn sitt. Því hafði verið bjargað úr skólprörum byggingarinnar.

Um var að ræða tveggja daga gamlan dreng og var naflastrengurinn enn fastur við hann. Hann hafði verið vafinn í plastpoka og talið er að hann hafi verið fastur í skólprörunum í um 40 klukkustundir.

Það var nágranni sem lét slökkviliðsmenn vita aðfaranótt sunnudags. Hann hélt fyrst að mjálmandi köttur væri fastur í skólprörunum. Drengurinn, sem vó 2,1 kíló, er sagður vera í slæmu ásigkomulagi en ekki í lífshættu.

Móðir drengsins sagði þegar hún var flutt á sjúkrahús að hún hefði ætlað að fara í fóstureyðingu en hafi ekki haft ekki efni á því.

Í síðasta mánuði drógu björgunarstarfsmenn í austurhluta Kína nýfætt barn út úr skólpröri eftir að móðir þess hafði fætt barnið án þess að láta nokkurn mann vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×