Erlent

Bangsar stela hunanginu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Svangir bangsar gerðu usla í Härnösand í Svíþjóð.
Svangir bangsar gerðu usla í Härnösand í Svíþjóð.
Býflugnaræktandinn Lars Höglund í Landtjärn fyrir utan Härnösand í Svíþjóð er alveg að gefast upp, að því er segir í frétt á vef Dagens Nyheter. Undanfarin tvö ræktunartímabil hafa skógarbirnir í hunangsleit valdið skemmdum á býflugnabúum hans fyrir jafngildi tæpra þrettán milljóna íslenskra króna.

Býflugnabú Höglunds eru meðal þeirra stærstu í Svíþjóð og úr hverju býflugnasamfélagi fást allt að fimmtíu kíló af hunangi á venjulegu ári. Talið er að tveir birnir hafi eyðilagt þrjátíu af áttatíu búum hans. Höglund vill að birnirnir verði felldir en yfirvöld hafa neitað beiðni hans um bjarndýraveiðar í verndunarskyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×