Erlent

Flugfreyjur tóku ekki við reiðufé

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Allir farþegar nema einn fengu mat.
Allir farþegar nema einn fengu mat.
Þegar flugfreyjurnar um borð í Norwegian-farþegavélinni á leið frá Taílandi til Noregs báru fram veitingar fengu allir mat og drykk nema taílenska konan Somjit Khunnuc. Haft er eftir henni á vef Aftenposten að henni hafi fundist þetta niðurlægjandi og að hún hafi farið að gráta.

Flugfreyjurnar neituðu að taka við norskum og taílenskum seðlum sem greiðslu fyrir matinn. Hún gat heldur ekki greitt með korti þar sem það gilti bara í Taílandi. Norskur vinur konunnar hafði gleymt að panta mat fyrir fram fyrir hana en tjáð henni að hún gæti keypt mat um borð.

Fulltrúi Norwegian harmar að konan hafi verið án matar og drykkjar í tólf stunda flugferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×