Erlent

Skutu plastkúlum á fólk og beittu táragasi

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Táragassprenging og brennandi sendiferðabíll á Taksim-torgi í gærmorgun.
Táragassprenging og brennandi sendiferðabíll á Taksim-torgi í gærmorgun. fréttablaðið/ap

Lögreglumenn í Istanbúl réðust til atlögu við mótmælendur á Taksim-torgi snemma í gærmorgun.

Þeir beittu táragasi, vatnsbyssum og plastkúlum til að dreifa mótmælendum. Einhverjir svöruðu með því að kasta steinum í lögreglumenn og kveikja í flugeldum og bílum. Forsætisráðherra landsins, Tayyip Recep Erdogan, sagði á fundi með flokksfélögum sínum í gær að mótmælin yrðu ekki umborin lengur.

Þau væru skipulögð tilraun til að grafa undan valdi og orðspori Tyrklands. Mótmælendur bæði í Istanbúl og Ankara létu þó engan bilbug á sér finna.

Þeir gagnrýna það sem þeir segja einræðistilburði forsætisráðherrans.

„Þetta er fasismi. Okkar barátta mun halda áfram. Við höldum áfram að streitast á móti. Það verður missir forsætisráðherrans ef hann breytir ekki viðhorfi sínu,“ sagði mótmælandi á Taksim-torgi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×