Erlent

Lögregla réðst gegn mótmælendum

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Taksim-torg í morgun
Taksim-torg í morgun

Hundruð óeirðalögregluþjóna réðust til atlögu gegn mótmælendum á Taksim-torgi í Istanbúl í morgun. Lögreglumennirnir notuðu táragas og skutu plastkúlum til að dreifa mótmælendum, sem hafa dvalist við torgið í rúma viku.

Margir mótmælendanna flúðu inn í Gezi-garðinn, sem er við torgið, en mótmælin í Tyrklandi hófust upphaflega vegna fyrirhugaðra framkvæmda í garðnum. Þau breyttust þó fljótlega í almenn mótmæli gegn stjórnvöldum.

Ríkisstjórn Tyrklands tilkynnti í gærkvöldi að hún myndi funda með mótmælendum á morgun, en sagði jafnframt að „ólögleg“ mótmæli fengju ekki að halda áfram.

Minnst þrír hafa látist í mótmælunum í Tyrklandi undanfarna tólf daga, tveir mótmælendur og einn lögreglumaður. Þá hafa rúmlega fimm þúsund manns slasast. Að sögn sjónarvotta voru fjölmargir handteknir í aðgerðum lögreglu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×