Hefur trú á Glódísi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2013 06:00 Glódís Perla er sautján ára varnarmaður sem stóð í ströngu gegn Skotum um helgina. Mynd/Eva Björk Íslensku stelpurnar gengu niðurlútar til hálfleiks á móti Skotum á laugardaginn, búnar að fá sig þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Þar fór ekki lið sem er líklegt til afreka á EM eftir rúman mánuð. Það var á köflum eins og skoska liðið væri á léttri skotæfingu og varnarleikur íslenska liðsins var langt frá því að vera boðlegur. Sif Atladóttir, besti varnarmaður íslenska liðsins undanfarin ár, spilaði út úr stöðu sem hægri bakvörður og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari veðjaði á hina 17 ára gömlu Glódísi Perlu Viggósdóttur við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik bjuggust kannski flestir við að sú reynsluminnsta væri látin stíga til hliðar. Það var ekki svo. Sigurður Ragnar gerði fjórar breytingar en Glódís var áfram við hlið Katrínar í miðri vörninni. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleiknum og nóg af tækifærum til að snúa tapi í sigur þótt Skotar hafi á endanum haft betur 3-2. Sif að spila meidd „Sif hefur fyrst og fremst verið miðvörður hjá okkur. Við prófuðum að setja hana í hægri bakvörðinn því ég vildi vita hvort við ættum þann möguleika í lokakeppninni, því við eigum ekki það marga varnarmenn. Ég vildi sjá Glódísi og Kötu meira saman því við spiluðum vel í vörninni úti í Svíþjóð. Sif er líka að spila meidd og tók ég hana því út af í hálfleik. Hún þarf að skoða það betur hvort hún nái sér. Mér fannst hún vera svolítið frá sínu besta í þessum leik, eins og kannski leikmennirnir sem spiluðu fyrri hálfleikinn. Vonandi nær hún sér góðri fyrir lokakeppnina því hún hefur verið frábær með okkur í langan tíma,“ sagði Sigurður Ragnar um Sif, en hann hefur mikla trú á Glódísi sem hefur byrjað fimm af sex leikjum ársins. „Hún er búin að spila mjög vel fyrir okkur og leikmaður dettur ekki strax út ef hann lendir í því að gera einhver mistök eða spilar ekki vel. Hún er ung og reynslulítil og stendur sig fáránlega vel miðað við aldur og reynslu,“ sagði Sigurður Ragnar. Glódís sjálf vissi vel að spilamennskan í fyrri hálfleik yrði ekki boðleg á Evrópumótinu. Var stressuð í fyrri hálfleik „Ég var alls ekki sátt með fyrri hálfleikinn. Við vorum langt hver frá annarri og náðum ekki að spila góðan varnarleik. Það kostaði okkur þrjú mörk. Við náðum að rífa okkur upp í seinni hálfleiknum og koma sterkari inn. Við ákváðum það inni í klefa að við ætluðum að gera betur, standa meira saman og gera þetta sem lið,“ sagði Glódís Perla og bætti við: „Ég get alveg viðurkennt að ég var stressuð í fyrri hálfleiknum. Ég var því mjög sátt með að fá að vera áfram inni á vellinum.“ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar gengu niðurlútar til hálfleiks á móti Skotum á laugardaginn, búnar að fá sig þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Þar fór ekki lið sem er líklegt til afreka á EM eftir rúman mánuð. Það var á köflum eins og skoska liðið væri á léttri skotæfingu og varnarleikur íslenska liðsins var langt frá því að vera boðlegur. Sif Atladóttir, besti varnarmaður íslenska liðsins undanfarin ár, spilaði út úr stöðu sem hægri bakvörður og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari veðjaði á hina 17 ára gömlu Glódísi Perlu Viggósdóttur við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik bjuggust kannski flestir við að sú reynsluminnsta væri látin stíga til hliðar. Það var ekki svo. Sigurður Ragnar gerði fjórar breytingar en Glódís var áfram við hlið Katrínar í miðri vörninni. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleiknum og nóg af tækifærum til að snúa tapi í sigur þótt Skotar hafi á endanum haft betur 3-2. Sif að spila meidd „Sif hefur fyrst og fremst verið miðvörður hjá okkur. Við prófuðum að setja hana í hægri bakvörðinn því ég vildi vita hvort við ættum þann möguleika í lokakeppninni, því við eigum ekki það marga varnarmenn. Ég vildi sjá Glódísi og Kötu meira saman því við spiluðum vel í vörninni úti í Svíþjóð. Sif er líka að spila meidd og tók ég hana því út af í hálfleik. Hún þarf að skoða það betur hvort hún nái sér. Mér fannst hún vera svolítið frá sínu besta í þessum leik, eins og kannski leikmennirnir sem spiluðu fyrri hálfleikinn. Vonandi nær hún sér góðri fyrir lokakeppnina því hún hefur verið frábær með okkur í langan tíma,“ sagði Sigurður Ragnar um Sif, en hann hefur mikla trú á Glódísi sem hefur byrjað fimm af sex leikjum ársins. „Hún er búin að spila mjög vel fyrir okkur og leikmaður dettur ekki strax út ef hann lendir í því að gera einhver mistök eða spilar ekki vel. Hún er ung og reynslulítil og stendur sig fáránlega vel miðað við aldur og reynslu,“ sagði Sigurður Ragnar. Glódís sjálf vissi vel að spilamennskan í fyrri hálfleik yrði ekki boðleg á Evrópumótinu. Var stressuð í fyrri hálfleik „Ég var alls ekki sátt með fyrri hálfleikinn. Við vorum langt hver frá annarri og náðum ekki að spila góðan varnarleik. Það kostaði okkur þrjú mörk. Við náðum að rífa okkur upp í seinni hálfleiknum og koma sterkari inn. Við ákváðum það inni í klefa að við ætluðum að gera betur, standa meira saman og gera þetta sem lið,“ sagði Glódís Perla og bætti við: „Ég get alveg viðurkennt að ég var stressuð í fyrri hálfleiknum. Ég var því mjög sátt með að fá að vera áfram inni á vellinum.“
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira