Hefur trú á Glódísi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2013 06:00 Glódís Perla er sautján ára varnarmaður sem stóð í ströngu gegn Skotum um helgina. Mynd/Eva Björk Íslensku stelpurnar gengu niðurlútar til hálfleiks á móti Skotum á laugardaginn, búnar að fá sig þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Þar fór ekki lið sem er líklegt til afreka á EM eftir rúman mánuð. Það var á köflum eins og skoska liðið væri á léttri skotæfingu og varnarleikur íslenska liðsins var langt frá því að vera boðlegur. Sif Atladóttir, besti varnarmaður íslenska liðsins undanfarin ár, spilaði út úr stöðu sem hægri bakvörður og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari veðjaði á hina 17 ára gömlu Glódísi Perlu Viggósdóttur við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik bjuggust kannski flestir við að sú reynsluminnsta væri látin stíga til hliðar. Það var ekki svo. Sigurður Ragnar gerði fjórar breytingar en Glódís var áfram við hlið Katrínar í miðri vörninni. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleiknum og nóg af tækifærum til að snúa tapi í sigur þótt Skotar hafi á endanum haft betur 3-2. Sif að spila meidd „Sif hefur fyrst og fremst verið miðvörður hjá okkur. Við prófuðum að setja hana í hægri bakvörðinn því ég vildi vita hvort við ættum þann möguleika í lokakeppninni, því við eigum ekki það marga varnarmenn. Ég vildi sjá Glódísi og Kötu meira saman því við spiluðum vel í vörninni úti í Svíþjóð. Sif er líka að spila meidd og tók ég hana því út af í hálfleik. Hún þarf að skoða það betur hvort hún nái sér. Mér fannst hún vera svolítið frá sínu besta í þessum leik, eins og kannski leikmennirnir sem spiluðu fyrri hálfleikinn. Vonandi nær hún sér góðri fyrir lokakeppnina því hún hefur verið frábær með okkur í langan tíma,“ sagði Sigurður Ragnar um Sif, en hann hefur mikla trú á Glódísi sem hefur byrjað fimm af sex leikjum ársins. „Hún er búin að spila mjög vel fyrir okkur og leikmaður dettur ekki strax út ef hann lendir í því að gera einhver mistök eða spilar ekki vel. Hún er ung og reynslulítil og stendur sig fáránlega vel miðað við aldur og reynslu,“ sagði Sigurður Ragnar. Glódís sjálf vissi vel að spilamennskan í fyrri hálfleik yrði ekki boðleg á Evrópumótinu. Var stressuð í fyrri hálfleik „Ég var alls ekki sátt með fyrri hálfleikinn. Við vorum langt hver frá annarri og náðum ekki að spila góðan varnarleik. Það kostaði okkur þrjú mörk. Við náðum að rífa okkur upp í seinni hálfleiknum og koma sterkari inn. Við ákváðum það inni í klefa að við ætluðum að gera betur, standa meira saman og gera þetta sem lið,“ sagði Glódís Perla og bætti við: „Ég get alveg viðurkennt að ég var stressuð í fyrri hálfleiknum. Ég var því mjög sátt með að fá að vera áfram inni á vellinum.“ Fótbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Íslensku stelpurnar gengu niðurlútar til hálfleiks á móti Skotum á laugardaginn, búnar að fá sig þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Þar fór ekki lið sem er líklegt til afreka á EM eftir rúman mánuð. Það var á köflum eins og skoska liðið væri á léttri skotæfingu og varnarleikur íslenska liðsins var langt frá því að vera boðlegur. Sif Atladóttir, besti varnarmaður íslenska liðsins undanfarin ár, spilaði út úr stöðu sem hægri bakvörður og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari veðjaði á hina 17 ára gömlu Glódísi Perlu Viggósdóttur við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik bjuggust kannski flestir við að sú reynsluminnsta væri látin stíga til hliðar. Það var ekki svo. Sigurður Ragnar gerði fjórar breytingar en Glódís var áfram við hlið Katrínar í miðri vörninni. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleiknum og nóg af tækifærum til að snúa tapi í sigur þótt Skotar hafi á endanum haft betur 3-2. Sif að spila meidd „Sif hefur fyrst og fremst verið miðvörður hjá okkur. Við prófuðum að setja hana í hægri bakvörðinn því ég vildi vita hvort við ættum þann möguleika í lokakeppninni, því við eigum ekki það marga varnarmenn. Ég vildi sjá Glódísi og Kötu meira saman því við spiluðum vel í vörninni úti í Svíþjóð. Sif er líka að spila meidd og tók ég hana því út af í hálfleik. Hún þarf að skoða það betur hvort hún nái sér. Mér fannst hún vera svolítið frá sínu besta í þessum leik, eins og kannski leikmennirnir sem spiluðu fyrri hálfleikinn. Vonandi nær hún sér góðri fyrir lokakeppnina því hún hefur verið frábær með okkur í langan tíma,“ sagði Sigurður Ragnar um Sif, en hann hefur mikla trú á Glódísi sem hefur byrjað fimm af sex leikjum ársins. „Hún er búin að spila mjög vel fyrir okkur og leikmaður dettur ekki strax út ef hann lendir í því að gera einhver mistök eða spilar ekki vel. Hún er ung og reynslulítil og stendur sig fáránlega vel miðað við aldur og reynslu,“ sagði Sigurður Ragnar. Glódís sjálf vissi vel að spilamennskan í fyrri hálfleik yrði ekki boðleg á Evrópumótinu. Var stressuð í fyrri hálfleik „Ég var alls ekki sátt með fyrri hálfleikinn. Við vorum langt hver frá annarri og náðum ekki að spila góðan varnarleik. Það kostaði okkur þrjú mörk. Við náðum að rífa okkur upp í seinni hálfleiknum og koma sterkari inn. Við ákváðum það inni í klefa að við ætluðum að gera betur, standa meira saman og gera þetta sem lið,“ sagði Glódís Perla og bætti við: „Ég get alveg viðurkennt að ég var stressuð í fyrri hálfleiknum. Ég var því mjög sátt með að fá að vera áfram inni á vellinum.“
Fótbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira