Erlent

Ekkert lyfjaeftirlit hjá löggunni

Þorgils Jónsson skrifar
Formanni landssamtaka danskra lögreglumanna kemur á óvart að lögreglan taki ekki þátt í eftirliti ADD með líkamsræktarstöðvum.
Formanni landssamtaka danskra lögreglumanna kemur á óvart að lögreglan taki ekki þátt í eftirliti ADD með líkamsræktarstöðvum. Nordicphotos/Getty
Lyfjaeftirlitið í Danmörku (ADD), sem vinnur gegn steranotkun meðal annars með virku eftirliti á fjölda einkarekinna líkamsræktarstöðva, fær almennt ekki aðgang að æfingastöðvum lögreglumanna. Þetta segir í Politiken.

Síðustu ár hafa komið upp nokkur mál þar sem lögregluþjónar hafa orðið uppvísir að neyslu og sölu á sterum og vaxtarhormónum, en óljóst er með umfang þar sem lítið sem ekkert eftirlit er í gangi.

Politiken hefur eftir Peter Ibsen, formanni landssambands lögreglumanna, að þessi staða komi honum á óvart. Hann hvetur til nánari samvinnu milli lögreglu og ADD.

„Í hvert sinn sem slík dæmi koma upp skaðar það ímynd okkar meðal almennings, þannig að ef við getum komið okkur saman um lausn á málinu gerum við það gjarna."

Ibsen leggur þó áherslu á að hann þekki ekki til þess að steraneysla sé almennt vandamál í lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×