Erlent

Arftakinn virðist vera fundinn

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Dyggur flokksmaður sem hefur fetað sig hægt og þétt upp metorðastigann.
Dyggur flokksmaður sem hefur fetað sig hægt og þétt upp metorðastigann. fréttablaðið/AP
Um helgina var Miguel Diaz-Canel kosinn varaforseti Kúbu, en Raul Castro verður áfram forseti. Valið er í þessi embætti á þjóðþingi landsins, sem kemur saman tvisvar á ári og samþykkir lög oftast umræðulítið.

Diaz-Canel er rúmlega fimmtugur, lítt þekktur en hefur undanfarin þrjátíu ár fetað sig hægt og þétt upp metorðastigann í Kommúnistaflokknum á Kúbu. Allt bendir til þess að Castro og aðrir ráðamenn flokksins vonist til að Diaz-Canel taki við af Castro þegar þar að kemur. Á þinginu um helgina tilkynnti Castro að hann ætli sér að hætta árið 2018, þegar þessu nýhafna kjörtímabili lýkur. Castro er nú 81 árs og verður því orðinn 86 ára þegar hann áformar að láta af völdum.

Castro tók við af eldri bróður sínum Fidel árið 2008, þegar Fidel veiktist eftir að hafa stjórnað Kúbu í nærri hálfa öld. Árið 2018 verða liðin 59 ár frá því Castro gerði byltingu á Kúbu og tók sér völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×