Óvænt endalok Benedikts páfa 24. febrúar 2013 13:00 Benedikt XVI Páfi hættir um mánaðamótin og tekur þá aftur upp sitt gamla nafn, Joseph Ratzinger. nordicphotos/AFP Afsögn Benedikts XVI. páfa kom flestum á óvart og margir hafa lýst efasemdum um að ellihrumleiki sé hin raunverulega ástæða afsagnarinnar. Nokkrar aðrar skýringar hafa verið nefndar, einkum þó frekari vandræði kaþólsku kirkjunnar vegna barnaníðsmála sem t Strax í byrjun mars má búast við því að rúmlega hundrað kardínálar verði kallaðir saman til að kjósa nýjan páfa. Fyrir valinu verður einn úr þeirra hópi. Nokkrir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegri en aðrir. Þar á meðal tveir frá Afríkuríkjum og nokkrir aðrir frá fleiri ríkjum þriðja heimsins svonefnda.Ellin Undanfarið hefur reyndar ekki farið á milli mála að aldurinn er farinn að hafa áhrif á Benedikt páfa. Hann fylgdist náið með því þegar heilsu forvera hans, Jóhannesar Páls II., hrakaði jafnt og þétt undir lokin. Haft hefur verið eftir samstarfsmönnum Benedikts að honum hafi fundist erfitt að horfa upp á það. Ákvörðun Benedikts kom engu að síður flestum á óvart og margir hafa reyndar lýst efasemdum um að ellihrumleiki sé hin raunverulega ástæða afsagnarinnar. Nokkrar aðrar skýringar hafa verið nefndar, og þá helst sú að hann hafi séð fram á að barnaníðsmálin myndu verða honum þung í skauti. Og þar með kirkjunni allri. Nú í vikunni sagði til dæmis einn af kardínálum kirkjunnar, Brasilíumaðurinn Geraldo Majella Agnelo, að mikilvægasta verkefni næsta páfa yrði að takast á við barnaníðsmálin.Erfið verkefni Nærri sex hundruð ár eru liðin frá því páfi tók síðast ákvörðun um að hætta að gegna þessu höfuðembætti kaþólsku kirkjunnar. Aðrir páfar hafa látið sig hafa það að sitja í embættinu alveg fram á grafarbakkann, jafnvel þótt þeir væru orðnir afar hrumir og í raun ófærir um að sinna skyldum sínum undir lokin. Ákvörðun Benedikts er að mörgu leyti skynsamleg, bæði fyrir hann sjálfan og líka fyrir kaþólsku kirkjuna. Allir hafa gott af því að verja síðustu æviárunum í kyrrð og ró án íþyngjandi erils valdamikils embættis. Kaþólska kirkjan þarf einnig á því að halda að æðsti leiðtogi hennar sé bæði líkamlega og andlega fær um að takast á við sum þau erfiðu verkefni, sem hrannast hafa upp síðustu árin. Þar munar líklega mest um barnaníðsmálin, sem óneitanlega hafa grafið undan trúverðugleika stofnunarinnar svo mjög að víða getur varla gróið um heilt aftur.Yfirmaður trúarráðsins Um nærri aldarfjórðungs skeið, frá 1981 til 2005, var Joseph Ratzinger kardínáli, eins og Benedikt páfi hét þá, yfirmaður trúarráðs kaþólsku kirkjunnar, sömu stofnunar og áður kallaðist rannsóknarréttur kaþólsku kirkjunnar, og var illræmd. Trúarráðið fer meðal annars með rannsókn á agabrotum innan kirkjunnar, þannig að Ratzinger bar á þessum tíma ábyrgð á rannsóknum kaþólsku kirkjunnar á kynferðisbrotum kaþólskra presta og annars starfsfólks kirkjunnar. Þegar barnaníðsmálin komust fyrst í hámæli í Bandaríkjunum árið 2001 og Jóhannes Páll II. páfi fól ráðinu rannsókn málsins, þá féll það í hlut Ratzingers að hafa yfirumsjón með og bera endanlega ábyrgð á rannsókninni.Sneri við blaðinu Benedikt hefur verið sakaður um að hafa í þessu valdamikla embætti brugðist þeim börnum sem urðu fyrir kynferðisbrotum starfsmanna kaþólsku kirkjunnar. Hann hafi litið svo á að æðsta yfirstjórn kirkjunnar ætti ekki að vasast í málum sem biskupsdæmin ættu að leysa úr, hvert fyrir sig. Og jafnvel eftir að ekki varð undan því vikist lengur að taka níðingsmálin alvarlega, þá hafi hann í fyrstu gert lítið úr vandanum. Síðar tók hann þó af skarið, baðst afsökunar og lét fara fram ítarlegar rannsóknir á vandanum, bæði á Írlandi og í Bandaríkjunum. Hann hét því jafnframt að sjá til þess að aldrei aftur myndi kirkjan líða þjónum sínum slíkt framferði.Einangrun Starfsfólk í Páfagarði hefur engu að síður lýst áhyggjum yfir því að eftir að Benedikt hættir gæti einhver tekið upp á því að draga hann fyrir dóm vegna barnaníðsmálanna, rétt eins og nokkrir fyrrverandi þjóðarleiðtogar hafa mátt þola vegna mannréttindabrota. Eftir að Benedikt hættir sem páfi missir hann jafnframt alþjóðlega friðhelgi sína sem þjóðarleiðtogi, en heldur áfram ríkisborgararétti sínum í þessu litla borgríki kaþólsku kirkjunnar í miðri Rómarborg. Gæti hann þess að stíga aldrei út fyrir landamörk Páfagarðs, þá ætti hann ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málaferlum, og kannski hyggst hann einmitt verja síðustu ævidögunum þar í skjóli kirkjunnar. Tengdar fréttir Nokkrir líklegir arftakar Nokkrir kardínálar hafa verið nefndir oftar en aðrir sem líklegir arftakar Benedikts XVI. páfa. Slíkt eru þó einungis vangaveltur og oft hefur á endanum orðið fyrir valinu kardínáli sem fáum þótti fyrir fram líklegur til að hreppa hnossið. 24. febrúar 2013 12:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Afsögn Benedikts XVI. páfa kom flestum á óvart og margir hafa lýst efasemdum um að ellihrumleiki sé hin raunverulega ástæða afsagnarinnar. Nokkrar aðrar skýringar hafa verið nefndar, einkum þó frekari vandræði kaþólsku kirkjunnar vegna barnaníðsmála sem t Strax í byrjun mars má búast við því að rúmlega hundrað kardínálar verði kallaðir saman til að kjósa nýjan páfa. Fyrir valinu verður einn úr þeirra hópi. Nokkrir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegri en aðrir. Þar á meðal tveir frá Afríkuríkjum og nokkrir aðrir frá fleiri ríkjum þriðja heimsins svonefnda.Ellin Undanfarið hefur reyndar ekki farið á milli mála að aldurinn er farinn að hafa áhrif á Benedikt páfa. Hann fylgdist náið með því þegar heilsu forvera hans, Jóhannesar Páls II., hrakaði jafnt og þétt undir lokin. Haft hefur verið eftir samstarfsmönnum Benedikts að honum hafi fundist erfitt að horfa upp á það. Ákvörðun Benedikts kom engu að síður flestum á óvart og margir hafa reyndar lýst efasemdum um að ellihrumleiki sé hin raunverulega ástæða afsagnarinnar. Nokkrar aðrar skýringar hafa verið nefndar, og þá helst sú að hann hafi séð fram á að barnaníðsmálin myndu verða honum þung í skauti. Og þar með kirkjunni allri. Nú í vikunni sagði til dæmis einn af kardínálum kirkjunnar, Brasilíumaðurinn Geraldo Majella Agnelo, að mikilvægasta verkefni næsta páfa yrði að takast á við barnaníðsmálin.Erfið verkefni Nærri sex hundruð ár eru liðin frá því páfi tók síðast ákvörðun um að hætta að gegna þessu höfuðembætti kaþólsku kirkjunnar. Aðrir páfar hafa látið sig hafa það að sitja í embættinu alveg fram á grafarbakkann, jafnvel þótt þeir væru orðnir afar hrumir og í raun ófærir um að sinna skyldum sínum undir lokin. Ákvörðun Benedikts er að mörgu leyti skynsamleg, bæði fyrir hann sjálfan og líka fyrir kaþólsku kirkjuna. Allir hafa gott af því að verja síðustu æviárunum í kyrrð og ró án íþyngjandi erils valdamikils embættis. Kaþólska kirkjan þarf einnig á því að halda að æðsti leiðtogi hennar sé bæði líkamlega og andlega fær um að takast á við sum þau erfiðu verkefni, sem hrannast hafa upp síðustu árin. Þar munar líklega mest um barnaníðsmálin, sem óneitanlega hafa grafið undan trúverðugleika stofnunarinnar svo mjög að víða getur varla gróið um heilt aftur.Yfirmaður trúarráðsins Um nærri aldarfjórðungs skeið, frá 1981 til 2005, var Joseph Ratzinger kardínáli, eins og Benedikt páfi hét þá, yfirmaður trúarráðs kaþólsku kirkjunnar, sömu stofnunar og áður kallaðist rannsóknarréttur kaþólsku kirkjunnar, og var illræmd. Trúarráðið fer meðal annars með rannsókn á agabrotum innan kirkjunnar, þannig að Ratzinger bar á þessum tíma ábyrgð á rannsóknum kaþólsku kirkjunnar á kynferðisbrotum kaþólskra presta og annars starfsfólks kirkjunnar. Þegar barnaníðsmálin komust fyrst í hámæli í Bandaríkjunum árið 2001 og Jóhannes Páll II. páfi fól ráðinu rannsókn málsins, þá féll það í hlut Ratzingers að hafa yfirumsjón með og bera endanlega ábyrgð á rannsókninni.Sneri við blaðinu Benedikt hefur verið sakaður um að hafa í þessu valdamikla embætti brugðist þeim börnum sem urðu fyrir kynferðisbrotum starfsmanna kaþólsku kirkjunnar. Hann hafi litið svo á að æðsta yfirstjórn kirkjunnar ætti ekki að vasast í málum sem biskupsdæmin ættu að leysa úr, hvert fyrir sig. Og jafnvel eftir að ekki varð undan því vikist lengur að taka níðingsmálin alvarlega, þá hafi hann í fyrstu gert lítið úr vandanum. Síðar tók hann þó af skarið, baðst afsökunar og lét fara fram ítarlegar rannsóknir á vandanum, bæði á Írlandi og í Bandaríkjunum. Hann hét því jafnframt að sjá til þess að aldrei aftur myndi kirkjan líða þjónum sínum slíkt framferði.Einangrun Starfsfólk í Páfagarði hefur engu að síður lýst áhyggjum yfir því að eftir að Benedikt hættir gæti einhver tekið upp á því að draga hann fyrir dóm vegna barnaníðsmálanna, rétt eins og nokkrir fyrrverandi þjóðarleiðtogar hafa mátt þola vegna mannréttindabrota. Eftir að Benedikt hættir sem páfi missir hann jafnframt alþjóðlega friðhelgi sína sem þjóðarleiðtogi, en heldur áfram ríkisborgararétti sínum í þessu litla borgríki kaþólsku kirkjunnar í miðri Rómarborg. Gæti hann þess að stíga aldrei út fyrir landamörk Páfagarðs, þá ætti hann ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málaferlum, og kannski hyggst hann einmitt verja síðustu ævidögunum þar í skjóli kirkjunnar.
Tengdar fréttir Nokkrir líklegir arftakar Nokkrir kardínálar hafa verið nefndir oftar en aðrir sem líklegir arftakar Benedikts XVI. páfa. Slíkt eru þó einungis vangaveltur og oft hefur á endanum orðið fyrir valinu kardínáli sem fáum þótti fyrir fram líklegur til að hreppa hnossið. 24. febrúar 2013 12:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Nokkrir líklegir arftakar Nokkrir kardínálar hafa verið nefndir oftar en aðrir sem líklegir arftakar Benedikts XVI. páfa. Slíkt eru þó einungis vangaveltur og oft hefur á endanum orðið fyrir valinu kardínáli sem fáum þótti fyrir fram líklegur til að hreppa hnossið. 24. febrúar 2013 12:00