Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2013 07:00 Sundkonurnar í Sækúnum eru seigar og láta slæmt veður og öldugang lítil áhrif á sig hafa segir liðsstjórinn Guðrún Hlín Jónsdóttir, sem er efst til hægri á myndinni.Mynd/Sækýrnar „Við ætlum að sanna að miðaldra kerlingar eru ekki dauðar úr öllum æðum," segir Guðrún Hlín Jónsdóttir, liðsstjóri Sækúnna, hóps kvenna sem ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið í sumar. Sex konur úr Sækúnum ætla að þreyta boðsundið síðustu vikuna í júní. Guðrún verður liðsstjóri um borð í fylgdarbát og áttunda sjósundkonan verður með og gerir heimildarmynd um ævintýrið. Guðrún segir erfitt að komast að til að synda yfir Ermarsundið, það geti jafnvel tekið tvö til þrjú ár. Sækýrnar hafi þó náð að útvega sér góðan skipstjóra, Eddie Spelling, sem fylgir þeim á bát sínum Anastasia. „Við fáum fyrsta sundrétt síðustu vikuna í júní. Ef okkur líst ekki á aðstæður getur næsti nýtt tækifærið," útskýrir hún. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvaða dag íslensku Sækýrnar leggjast til sunds. „En það verður lagt af stað á morgunflóðinu milli klukkan þrjú og fjögur um nótt. Fyrstu tímana synda þær því í myrkri. Ég verð varamaður tilbúin á kantinum að stökkva út í. Ermarsundið er Mount Everest sundmanna og við ætlum okkur yfir og við förum yfir," segir Guðrún. Synt verður frá Dover í Englandi yfir til Calais í Frakklandi. Konurnar munu skiptast á og hver synda klukkstund í senn. „Það er ekki synt beint yfir því straumarnir gera það að verkum að það er synt í S," segir Guðrún sem kveður sundið yfir Ermarsund að jafnaði taka 12 til 14 klukkustundir – aðra leið. „En við ætlum að synda rakleitt aftur til baka," segir Guðrún og slær enn á létta strengi: „Við erum ekkert vissar um að okkur líki við Calais þegar við komum yfir." Allt í allt gæti sundsprettur Sækúnna varað í um þrjátíu klukkustundir. Sækýrnar hafa allar stundað sjósund um árabil. Meðal afreka einstakra liðsmanna er Drangeyjarsund, Hríseyjarsund, Viðeyjarsund og boðsund fjögurra þeirra upp á Akranes. „Þær eru seigir jaxlar, algerir dísilmótorar og kalla ekki allt ömmu sína. Sjósund er áttatíu prósent hugarfar," segir Guðrún, sem aðspurð upplýsir að nafnið Sækýrnar komi frá vatnaskepnunnni Manatee, sem margir þekkja frá Flórída. „Þetta eru miklir húmoristar og það er ekki of mikill gorgeir í okkur. Við skömmumst okkar hvorki fyrir að vera miðaldra konur né að vera „bloody cows"," spaugar Guðrún er hún er spurð út í nafn Sækúnna sem nú safna styrkjum fyrir leiðangurinn. Verði afgangur er hann ætlaður MS-félaginu á Íslandi. „Ef satt skal segja þá eigum við leynivini, nokkra einstaklinga sem styrktu okkur strax, en okkur vantar samt enn þá upp á," segir sækýrin Guðrún Hlín Jónsdóttir. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
„Við ætlum að sanna að miðaldra kerlingar eru ekki dauðar úr öllum æðum," segir Guðrún Hlín Jónsdóttir, liðsstjóri Sækúnna, hóps kvenna sem ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið í sumar. Sex konur úr Sækúnum ætla að þreyta boðsundið síðustu vikuna í júní. Guðrún verður liðsstjóri um borð í fylgdarbát og áttunda sjósundkonan verður með og gerir heimildarmynd um ævintýrið. Guðrún segir erfitt að komast að til að synda yfir Ermarsundið, það geti jafnvel tekið tvö til þrjú ár. Sækýrnar hafi þó náð að útvega sér góðan skipstjóra, Eddie Spelling, sem fylgir þeim á bát sínum Anastasia. „Við fáum fyrsta sundrétt síðustu vikuna í júní. Ef okkur líst ekki á aðstæður getur næsti nýtt tækifærið," útskýrir hún. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvaða dag íslensku Sækýrnar leggjast til sunds. „En það verður lagt af stað á morgunflóðinu milli klukkan þrjú og fjögur um nótt. Fyrstu tímana synda þær því í myrkri. Ég verð varamaður tilbúin á kantinum að stökkva út í. Ermarsundið er Mount Everest sundmanna og við ætlum okkur yfir og við förum yfir," segir Guðrún. Synt verður frá Dover í Englandi yfir til Calais í Frakklandi. Konurnar munu skiptast á og hver synda klukkstund í senn. „Það er ekki synt beint yfir því straumarnir gera það að verkum að það er synt í S," segir Guðrún sem kveður sundið yfir Ermarsund að jafnaði taka 12 til 14 klukkustundir – aðra leið. „En við ætlum að synda rakleitt aftur til baka," segir Guðrún og slær enn á létta strengi: „Við erum ekkert vissar um að okkur líki við Calais þegar við komum yfir." Allt í allt gæti sundsprettur Sækúnna varað í um þrjátíu klukkustundir. Sækýrnar hafa allar stundað sjósund um árabil. Meðal afreka einstakra liðsmanna er Drangeyjarsund, Hríseyjarsund, Viðeyjarsund og boðsund fjögurra þeirra upp á Akranes. „Þær eru seigir jaxlar, algerir dísilmótorar og kalla ekki allt ömmu sína. Sjósund er áttatíu prósent hugarfar," segir Guðrún, sem aðspurð upplýsir að nafnið Sækýrnar komi frá vatnaskepnunnni Manatee, sem margir þekkja frá Flórída. „Þetta eru miklir húmoristar og það er ekki of mikill gorgeir í okkur. Við skömmumst okkar hvorki fyrir að vera miðaldra konur né að vera „bloody cows"," spaugar Guðrún er hún er spurð út í nafn Sækúnna sem nú safna styrkjum fyrir leiðangurinn. Verði afgangur er hann ætlaður MS-félaginu á Íslandi. „Ef satt skal segja þá eigum við leynivini, nokkra einstaklinga sem styrktu okkur strax, en okkur vantar samt enn þá upp á," segir sækýrin Guðrún Hlín Jónsdóttir.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira