Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Þorgils Jónsson skrifar 16. janúar 2013 07:00 Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins upp á síðkastið. Baráttan við lúsasmit er afar erfið, en hjúkrunarfræðingur hjá landlækni segir að samstillt átak foreldra þurfi til að vinna á óværunni. Nordicphotos/getty Besta leiðin til að sigrast á höfuðlús er samstillt átak foreldra í að kemba hár barna sinna. Þetta segir Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins, en víða hefur orðið vart við lús í hári skólabarna að undanförnu. „Þetta er náttúrlega vandamál og er úti um allt, en það er á ábyrgð foreldra og forráðamanna að bregðast við," segir Ása. Hún bætir við að meðal foreldra sem fylgjast vel með hári sinna barna og kemba reglulega hafi hún orðið vör við nokkra óánægju með tregðu sumra foreldra til að taka þátt í þessu „hópverkefni". „Þannig geta þau sem eru samviskusöm í þessum efnum lent í því að allt sé unnið fyrir gýg strax næsta dag. Þess vegna er svo mikilvægt að allir kembi." Ása segir að lúsavandamál séu alltaf illviðráðanleg þar sem börn umgangast vini og félaga úr öðrum skólum og hverfum. „Þannig er þetta viðvarandi, enda hefur lúsin frá upphafi mannkyns alltaf komist undan." Ása segir úrræðin ekki vera mörg en þó hafi þeim farið fjölgandi síðustu ár. Til dæmis hefur áburðurinn Hedrin gefið góða raun. „Það er nokkuð sniðugt efni því að þar er ekki um að ræða eitur, eins og þau lúsaefni sem hafa hingað til verið algengust. Þetta er silíkonefni sem húðar lúsina og kæfir, og þess vegna eru engar líkur á að lúsin þrói ónæmi gegn því." Slík efni má hafa í hári barna eins lengi og foreldrar telja nauðsynlegt án þess að það valdi skaða. Að vísu kemur fram í leiðarvísi með lyfinu að það eigi að vera í hári í klukkustund en á heimasíðu landlæknisembættisins er mælst til þess að það sé í átta tíma. Ása segir að rannsóknir sem framleiðandi efnisins notar segi klukkustund nægja en beri það ekki árangur segir Ása óhætt að hafa það lengur í næst. Varnirnar gegn lús hefjist þó umfram allt heima við. „Það sem ég held að væri best er að fólk hugsaði almennt um þetta og kembdi sig og börnin sín reglulega, þannig að þetta yrði eins og rútína. Þá myndi það strax draga úr þeim lúsasmitum sem eru í gangi." Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Besta leiðin til að sigrast á höfuðlús er samstillt átak foreldra í að kemba hár barna sinna. Þetta segir Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins, en víða hefur orðið vart við lús í hári skólabarna að undanförnu. „Þetta er náttúrlega vandamál og er úti um allt, en það er á ábyrgð foreldra og forráðamanna að bregðast við," segir Ása. Hún bætir við að meðal foreldra sem fylgjast vel með hári sinna barna og kemba reglulega hafi hún orðið vör við nokkra óánægju með tregðu sumra foreldra til að taka þátt í þessu „hópverkefni". „Þannig geta þau sem eru samviskusöm í þessum efnum lent í því að allt sé unnið fyrir gýg strax næsta dag. Þess vegna er svo mikilvægt að allir kembi." Ása segir að lúsavandamál séu alltaf illviðráðanleg þar sem börn umgangast vini og félaga úr öðrum skólum og hverfum. „Þannig er þetta viðvarandi, enda hefur lúsin frá upphafi mannkyns alltaf komist undan." Ása segir úrræðin ekki vera mörg en þó hafi þeim farið fjölgandi síðustu ár. Til dæmis hefur áburðurinn Hedrin gefið góða raun. „Það er nokkuð sniðugt efni því að þar er ekki um að ræða eitur, eins og þau lúsaefni sem hafa hingað til verið algengust. Þetta er silíkonefni sem húðar lúsina og kæfir, og þess vegna eru engar líkur á að lúsin þrói ónæmi gegn því." Slík efni má hafa í hári barna eins lengi og foreldrar telja nauðsynlegt án þess að það valdi skaða. Að vísu kemur fram í leiðarvísi með lyfinu að það eigi að vera í hári í klukkustund en á heimasíðu landlæknisembættisins er mælst til þess að það sé í átta tíma. Ása segir að rannsóknir sem framleiðandi efnisins notar segi klukkustund nægja en beri það ekki árangur segir Ása óhætt að hafa það lengur í næst. Varnirnar gegn lús hefjist þó umfram allt heima við. „Það sem ég held að væri best er að fólk hugsaði almennt um þetta og kembdi sig og börnin sín reglulega, þannig að þetta yrði eins og rútína. Þá myndi það strax draga úr þeim lúsasmitum sem eru í gangi."
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira