Erlent

Fimmtán ára fangelsi fyrir nauðgun í Debenhams

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Alex Wilson-Fletcher (t.v.) og Abdelkader El-Janabi voru dæmdir í 15 ára fangelsi.
Alex Wilson-Fletcher (t.v.) og Abdelkader El-Janabi voru dæmdir í 15 ára fangelsi.

Tveir karlmenn voru dæmdir í fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gömlum dreng inni á salerni Debenhams-verslunar í Manchester.

Þeir Abdelkader El-Janabi og Alex Wilson-Fletcher réðust á drenginn í verslunarmiðstöð fyrir ári síðan og teymdu hann inn í verslunina þar sem El-Janabi braut gegn honum.

Hvorugur mannanna hefur áður gerst brotlegur við lög, en El-Janabi, sem nú er breskur ríkisborgari, var yfirmaður leyniþjónustu í Írak í valdatíð Saddams Hussein.

Dómurinn yfir mönnunum féll í apríl og hófu þeir afplánun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×