Erlent

Hafa pantað sér gamlar ritvélar

Gamaldags Svona tæki vilja rússneskir leyniþjónustumenn nýta sér á ný.
Gamaldags Svona tæki vilja rússneskir leyniþjónustumenn nýta sér á ný. Nordicphotos/AFP
Áttu gamla ritvél einhvers staðar í fórum þínum? Hringdu þá til Kreml. Þar er eftirspurn.

Rússneska leyniþjónustustofnunin FSO, ein af arftökum hinnar alræmdu KGB, hefur auglýst eftir tuttugu ritvélum og vill borga rúmlega 90 þúsund krónur fyrir stykkið.

Rússneska dagblaðið Izvestia skýrir frá þessu og segir að FSO telji nauðsynlegt að taka ritvélar í notkun á ný, nú þegar ljóstrað hefur verið upp um stórfelldar fjarskiptanjósnir Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×