Erlent

Eitt þúsund vefsíðum lokað

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Fjöldi vefsíðna með barnaklámi sem lokað hefur verið í Svíþjóð fyrir tilstilli lögreglunnar hefur tvöfaldast frá áramótum, úr rúmlega 400 í rúmlega 1.000 síður.

Fyrst og fremst er um að ræða síður þar sem börn á aldrinum þriggja til tólf ára eru í kynferðislegum stellingum og ögrandi fatnaði, að því er segir á vef sænska ríkisútvarpsins.

Í Svíþjóð er slíkt skilgreint sem barnaklám samkvæmt lögum.

Samtök fjármálafyrirtækja í Svíþjóð hafa um árabil unnið að því að stöðva greiðslur til vefsíðna sem dreifa myndum af kynferðisofbeldi gegn börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×