Erlent

Venesúelar heyra ekkert í Snowden

Jakob Bjarnar skrifar
Elías Jaua, utanríkisráðherra Venezuela, undrandi að heyra ekkert frá Snowden og hans fólki.
Elías Jaua, utanríkisráðherra Venezuela, undrandi að heyra ekkert frá Snowden og hans fólki.
Yfirvöldum í Venesúela hefur enn ekki borist nein formleg viðbrögð við boði sínu til handa Edward Snowden um hælisvist þar í landi.

Þetta sagði Elías Jaua, utanríkisráðherra Venesúela í samtali við Reuters í gær. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi haft samband við Snowden í síðustu viku en enn hafi ekki borist nein svör.

Venesúela ásamt Bolivíu og Nicaragua hafa boðist til að veita Snowden hæli en eins og lýðum má kunnugt vera er Snowden eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum og er nú fastur á alþjóðlega flugvellinum í Moskvu, þar sem hann hefur nú verið síðan 23. júní.

Snowden á fund með lögmönnum og mannréttindasamtökum.
Snowden hefur farið fram á viðræður við mannréttindasamtök og lögfræðinga. Rússneska fréttastofan Interfax greinir frá því að Snowden vilji hitta fulltrúa Amnesty International og Mannréttindavaktarinnar, Human Rights Watch. Reuters greinir einnig frá því að þeim þar hafi borist bréf þessa efnis. Snowden segir bandarísk yfirvöld vinna markvisst og af fullum þunga að því að koma í veg fyrir að hann geti þekkst boð um hæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×