Rótsterkur samstöðubjór fyrir Gay pride Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 25. júlí 2013 23:30 Sturlaugur bruggmeistari í brugghúsinu með bjórinn Ástrík „Við vildum koma með skemmtilegan samstöðubjór,“ segir bruggmeistarinn Sturlaugur Jón Björnsson hjá Borg Brugghús sem mun í næstu viku hefja sölu á sérstökum Gay Pride bjór. „Hann heitir Ástríkur til þess að undirstrika alla þá ást og hamingju sem að umlykur þetta samfélag," segir Sturlaugur „En þetta er einmitt líka nafnið á teiknimyndapersónunni Ástríki sem að kemur frá hinum frönsku Niðurlöndum. Því þótti okkur við hæfi að skella í belgíu inspíreraðan bjór.“ Bjórinn er rótsterkur, með 10 prósenta áfengismagni en þó ekkert sérstaklega þungur þrátt fyrir háa alkóhólprósentu heldur ljós, léttur og fruity, að sögn bruggmeistarans. Sturlaugur þróaði bjórinn ásamt félaga sínum í faginu, Valgeiri Valgeirssyni. „Við erum uppfullir af hugmyndum og reynum að koma með eins mikið af nýjum bjórum og við getum. Það er gaman að tengja bjórana við árstíðir, ákveðin tímamót eða fögnuði.“ Hann segir bjórinn aðeins framleiddan í takmörkuðu magni en þó sé aldrei að vita nema hann komi aftur að ári. Verkefnastjóri brugghússins, Óli Rúnar Jónsson, segir bjórinn mikið gæðaöl. „Þetta er fyrsti íslenski Gay pride bjórinn,“ fullyrðir Óli en hann segist ekki vita hvort slíkur hafi verið framleiddur úti í heimi. Hann segir Fíton eiga meira og minna heiðurinn af útfærslunni á miðanum á flöskunni. Miðinn er einstaklega litríkur, enda með fána samkynhneigðra, og snýr á hvolf. „Öfugur bjór til heiðurs öfugu fólki,“ segir Sturlaugur og hlær. „Það er til þess að undirstrika, og náttúrulega fánalitir samkynhneigðra, þá teningu. Það þarf að hafa húmor í þessu.“ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Við vildum koma með skemmtilegan samstöðubjór,“ segir bruggmeistarinn Sturlaugur Jón Björnsson hjá Borg Brugghús sem mun í næstu viku hefja sölu á sérstökum Gay Pride bjór. „Hann heitir Ástríkur til þess að undirstrika alla þá ást og hamingju sem að umlykur þetta samfélag," segir Sturlaugur „En þetta er einmitt líka nafnið á teiknimyndapersónunni Ástríki sem að kemur frá hinum frönsku Niðurlöndum. Því þótti okkur við hæfi að skella í belgíu inspíreraðan bjór.“ Bjórinn er rótsterkur, með 10 prósenta áfengismagni en þó ekkert sérstaklega þungur þrátt fyrir háa alkóhólprósentu heldur ljós, léttur og fruity, að sögn bruggmeistarans. Sturlaugur þróaði bjórinn ásamt félaga sínum í faginu, Valgeiri Valgeirssyni. „Við erum uppfullir af hugmyndum og reynum að koma með eins mikið af nýjum bjórum og við getum. Það er gaman að tengja bjórana við árstíðir, ákveðin tímamót eða fögnuði.“ Hann segir bjórinn aðeins framleiddan í takmörkuðu magni en þó sé aldrei að vita nema hann komi aftur að ári. Verkefnastjóri brugghússins, Óli Rúnar Jónsson, segir bjórinn mikið gæðaöl. „Þetta er fyrsti íslenski Gay pride bjórinn,“ fullyrðir Óli en hann segist ekki vita hvort slíkur hafi verið framleiddur úti í heimi. Hann segir Fíton eiga meira og minna heiðurinn af útfærslunni á miðanum á flöskunni. Miðinn er einstaklega litríkur, enda með fána samkynhneigðra, og snýr á hvolf. „Öfugur bjór til heiðurs öfugu fólki,“ segir Sturlaugur og hlær. „Það er til þess að undirstrika, og náttúrulega fánalitir samkynhneigðra, þá teningu. Það þarf að hafa húmor í þessu.“
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira