Erlent

Tuttugu og einn látinn í Riga

Mynd/AP
Tuttugu og einn er látinn og tuga er saknað eftir að þak verslunarmiðstöðvar í Riga í Lettlandi hrundi. Björgunarstörf standa enn yfir en forseti landsins, Valdis Dombrovskis hefur þegar sagt að glæparannsókn vegna málsins sé þegar hafin.

Þrír hinna látnu voru björgunarmenn sem voru að reyna að koma fólki út þegar annar hluti þaksins gaf sig. Óljóst er hvað olli slysinu en þó beinist grunur að framkvæmdum á þaki hússins, þar sem verið var að gera lystigarð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×