Segir lögreglumanninn hafa verið pirraðan Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. nóvember 2013 16:20 Sækjandi og verjandi fluttu ræður að loknum skýrslutökum í máli yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu á Laugaveginum í júlí í sumar. Myndbandsupptaka af atvikinu fór í umferð í netheimum strax daginn eftir að handtakan fór fram. Sækjandi benti á að lögreglan hefði þá þegar ákveðið að hefja rannsókn á málinu. Ákæruvaldið byggir kröfu um sekt lögreglumannsins fyrst og fremst á myndbandsupptökunni. Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. Því væri augljóst að lögreglan hefði ekki veitt konunni mikið svigrúm til að bregðast við. Konan sat ásamt fleira fólki á götunni sem þá var göngugata, hún var sein að bregðast við óskum lögreglu. Þegar hún kom upp að bílnum opnaði lögreglumaðurinn bifreiðina þannig að hurðin fór í konuna. Þá hrækti konan á lögreglumanninn sem handtók konuna með því að snúa hana niður.Segir aðferðina þá vægustu sem völ var á Sækjandinn heldur því fram að lögreglumaðurinn hefði getað náð markmiðum sínum með vægari aðferðum og minnti á að á lögreglumönnum hvíli sú skylda að ganga ekki lengra en þörf krefur við valdbeitingu. Verjandi lögreglumannsins sagði að eftir að konan hrækti á hann hefði hann í raun mátt búast við frekara ofbeldi af konunni og sagði að það væri ekki sanngjarnt að gera þær kröfur á hann að til þess að mega handataka með þessum hætti, þyrfti hann að bíða eftir frekara ofbeldi frá konunni. Lögreglumaðurinn hefur borið því við að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á.Segir handtökuna ber vott um pirring Sækjandi segir aðferðir lögreglumannsins bera með sér að hann hafi verið pirraður. Þrátt fyrir að það sé ekkert grín að það sé hrækt framan í mann í vinnunni beri lögreglumönnum þ´að- taka ákvarðanir með eins yfirveguðum hætti og unnt er. Verjandi lögreglumannsins mótmælti því að sagði að ekkert í gögnunum sýndi að maðurinn hefði verið pirraður eða tekið hrákanum persónulega. Þvert á móti sýndu vitnisburðir fram á að svo hefði ekki verið. Hvorugur lögreglumannanna sem voru á vettvangi hefði borið því við að hann hefði reiðst við hrákann. Tengdar fréttir "Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Sækjandi og verjandi fluttu ræður að loknum skýrslutökum í máli yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu á Laugaveginum í júlí í sumar. Myndbandsupptaka af atvikinu fór í umferð í netheimum strax daginn eftir að handtakan fór fram. Sækjandi benti á að lögreglan hefði þá þegar ákveðið að hefja rannsókn á málinu. Ákæruvaldið byggir kröfu um sekt lögreglumannsins fyrst og fremst á myndbandsupptökunni. Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. Því væri augljóst að lögreglan hefði ekki veitt konunni mikið svigrúm til að bregðast við. Konan sat ásamt fleira fólki á götunni sem þá var göngugata, hún var sein að bregðast við óskum lögreglu. Þegar hún kom upp að bílnum opnaði lögreglumaðurinn bifreiðina þannig að hurðin fór í konuna. Þá hrækti konan á lögreglumanninn sem handtók konuna með því að snúa hana niður.Segir aðferðina þá vægustu sem völ var á Sækjandinn heldur því fram að lögreglumaðurinn hefði getað náð markmiðum sínum með vægari aðferðum og minnti á að á lögreglumönnum hvíli sú skylda að ganga ekki lengra en þörf krefur við valdbeitingu. Verjandi lögreglumannsins sagði að eftir að konan hrækti á hann hefði hann í raun mátt búast við frekara ofbeldi af konunni og sagði að það væri ekki sanngjarnt að gera þær kröfur á hann að til þess að mega handataka með þessum hætti, þyrfti hann að bíða eftir frekara ofbeldi frá konunni. Lögreglumaðurinn hefur borið því við að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á.Segir handtökuna ber vott um pirring Sækjandi segir aðferðir lögreglumannsins bera með sér að hann hafi verið pirraður. Þrátt fyrir að það sé ekkert grín að það sé hrækt framan í mann í vinnunni beri lögreglumönnum þ´að- taka ákvarðanir með eins yfirveguðum hætti og unnt er. Verjandi lögreglumannsins mótmælti því að sagði að ekkert í gögnunum sýndi að maðurinn hefði verið pirraður eða tekið hrákanum persónulega. Þvert á móti sýndu vitnisburðir fram á að svo hefði ekki verið. Hvorugur lögreglumannanna sem voru á vettvangi hefði borið því við að hann hefði reiðst við hrákann.
Tengdar fréttir "Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
"Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40