Segir lögreglumanninn hafa verið pirraðan Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. nóvember 2013 16:20 Sækjandi og verjandi fluttu ræður að loknum skýrslutökum í máli yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu á Laugaveginum í júlí í sumar. Myndbandsupptaka af atvikinu fór í umferð í netheimum strax daginn eftir að handtakan fór fram. Sækjandi benti á að lögreglan hefði þá þegar ákveðið að hefja rannsókn á málinu. Ákæruvaldið byggir kröfu um sekt lögreglumannsins fyrst og fremst á myndbandsupptökunni. Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. Því væri augljóst að lögreglan hefði ekki veitt konunni mikið svigrúm til að bregðast við. Konan sat ásamt fleira fólki á götunni sem þá var göngugata, hún var sein að bregðast við óskum lögreglu. Þegar hún kom upp að bílnum opnaði lögreglumaðurinn bifreiðina þannig að hurðin fór í konuna. Þá hrækti konan á lögreglumanninn sem handtók konuna með því að snúa hana niður.Segir aðferðina þá vægustu sem völ var á Sækjandinn heldur því fram að lögreglumaðurinn hefði getað náð markmiðum sínum með vægari aðferðum og minnti á að á lögreglumönnum hvíli sú skylda að ganga ekki lengra en þörf krefur við valdbeitingu. Verjandi lögreglumannsins sagði að eftir að konan hrækti á hann hefði hann í raun mátt búast við frekara ofbeldi af konunni og sagði að það væri ekki sanngjarnt að gera þær kröfur á hann að til þess að mega handataka með þessum hætti, þyrfti hann að bíða eftir frekara ofbeldi frá konunni. Lögreglumaðurinn hefur borið því við að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á.Segir handtökuna ber vott um pirring Sækjandi segir aðferðir lögreglumannsins bera með sér að hann hafi verið pirraður. Þrátt fyrir að það sé ekkert grín að það sé hrækt framan í mann í vinnunni beri lögreglumönnum þ´að- taka ákvarðanir með eins yfirveguðum hætti og unnt er. Verjandi lögreglumannsins mótmælti því að sagði að ekkert í gögnunum sýndi að maðurinn hefði verið pirraður eða tekið hrákanum persónulega. Þvert á móti sýndu vitnisburðir fram á að svo hefði ekki verið. Hvorugur lögreglumannanna sem voru á vettvangi hefði borið því við að hann hefði reiðst við hrákann. Tengdar fréttir "Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Sækjandi og verjandi fluttu ræður að loknum skýrslutökum í máli yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu á Laugaveginum í júlí í sumar. Myndbandsupptaka af atvikinu fór í umferð í netheimum strax daginn eftir að handtakan fór fram. Sækjandi benti á að lögreglan hefði þá þegar ákveðið að hefja rannsókn á málinu. Ákæruvaldið byggir kröfu um sekt lögreglumannsins fyrst og fremst á myndbandsupptökunni. Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. Því væri augljóst að lögreglan hefði ekki veitt konunni mikið svigrúm til að bregðast við. Konan sat ásamt fleira fólki á götunni sem þá var göngugata, hún var sein að bregðast við óskum lögreglu. Þegar hún kom upp að bílnum opnaði lögreglumaðurinn bifreiðina þannig að hurðin fór í konuna. Þá hrækti konan á lögreglumanninn sem handtók konuna með því að snúa hana niður.Segir aðferðina þá vægustu sem völ var á Sækjandinn heldur því fram að lögreglumaðurinn hefði getað náð markmiðum sínum með vægari aðferðum og minnti á að á lögreglumönnum hvíli sú skylda að ganga ekki lengra en þörf krefur við valdbeitingu. Verjandi lögreglumannsins sagði að eftir að konan hrækti á hann hefði hann í raun mátt búast við frekara ofbeldi af konunni og sagði að það væri ekki sanngjarnt að gera þær kröfur á hann að til þess að mega handataka með þessum hætti, þyrfti hann að bíða eftir frekara ofbeldi frá konunni. Lögreglumaðurinn hefur borið því við að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á.Segir handtökuna ber vott um pirring Sækjandi segir aðferðir lögreglumannsins bera með sér að hann hafi verið pirraður. Þrátt fyrir að það sé ekkert grín að það sé hrækt framan í mann í vinnunni beri lögreglumönnum þ´að- taka ákvarðanir með eins yfirveguðum hætti og unnt er. Verjandi lögreglumannsins mótmælti því að sagði að ekkert í gögnunum sýndi að maðurinn hefði verið pirraður eða tekið hrákanum persónulega. Þvert á móti sýndu vitnisburðir fram á að svo hefði ekki verið. Hvorugur lögreglumannanna sem voru á vettvangi hefði borið því við að hann hefði reiðst við hrákann.
Tengdar fréttir "Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
"Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40