Bandaríkjamaður dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu í Norður Kóreu 2. maí 2013 12:16 Bandarískur ríkisborgari hefur verið dæmdur til 15 ára þrælkunarvinnu í Norður Kóreu. Maðurinn var dæmdur fyrir glæpi gegn stjórnvöldum þar í landi og er málið talið tengjast mikilli spennu sem ríkir í samskiptum Norður Kóreu við Bandaríkin og Suður Kóreu. Hinn 44 ára gamli Bandaríkjamaður, Kenneth Bae, kom til Norður Kóreu sem ferðamaður en var handtekinn í nóvember síðastliðnum. Síðan hefur hann verið í haldi af óljósum ástæðum og hafa bandarísk stjórnvöld reynt að fá manninn lausan. Nú í vikunni dæmdi Hæstiréttur Norður Kóreu hann hins vegar til fimmtán ára þrælkunarvinnu. Bae var dæmdur fyrir glæpi gegn Norður-kóresku stjórninni, þótt ekki liggi ljóst fyrir í hverju glæpirnir felist. Er honum meðal annars gert að sök að hafa reynt að steypa ríkisstjórn Norður Kóreu af stóli. Aðgerðasinnar í Suður Kóreu hafa haldið því fram að hann gæti hafa verið handtekinn fyrir að taka ljósmyndir af sveltandi börnum í Norður Kóreu. Norður Kóreumenn hafa handtekið nokkra bandaríska ríkisborgara á undanförnum árum, meðal annars blaðamenn og kristna trúboða, en þeir voru látnir lausir eftir afskipti æðstu manna í Bandaríkjunum. Mikil spenna ríkir í samskiptum þjóðanna eftir að yfirvöld í Norður Kóreu hófu að þróa kjarnorkuflaugar og hóta árásum á Bandaríkin og Suður Kóreu fyrr á þessu ári. Undanfarnar vikur hefur færst aukinn þungi í hótanirnar en bandarísk stjórnvöld hafa hvatt Norður Kóreu til að láta Bae lausan af mannúðarsjónarmiðum. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Bandarískur ríkisborgari hefur verið dæmdur til 15 ára þrælkunarvinnu í Norður Kóreu. Maðurinn var dæmdur fyrir glæpi gegn stjórnvöldum þar í landi og er málið talið tengjast mikilli spennu sem ríkir í samskiptum Norður Kóreu við Bandaríkin og Suður Kóreu. Hinn 44 ára gamli Bandaríkjamaður, Kenneth Bae, kom til Norður Kóreu sem ferðamaður en var handtekinn í nóvember síðastliðnum. Síðan hefur hann verið í haldi af óljósum ástæðum og hafa bandarísk stjórnvöld reynt að fá manninn lausan. Nú í vikunni dæmdi Hæstiréttur Norður Kóreu hann hins vegar til fimmtán ára þrælkunarvinnu. Bae var dæmdur fyrir glæpi gegn Norður-kóresku stjórninni, þótt ekki liggi ljóst fyrir í hverju glæpirnir felist. Er honum meðal annars gert að sök að hafa reynt að steypa ríkisstjórn Norður Kóreu af stóli. Aðgerðasinnar í Suður Kóreu hafa haldið því fram að hann gæti hafa verið handtekinn fyrir að taka ljósmyndir af sveltandi börnum í Norður Kóreu. Norður Kóreumenn hafa handtekið nokkra bandaríska ríkisborgara á undanförnum árum, meðal annars blaðamenn og kristna trúboða, en þeir voru látnir lausir eftir afskipti æðstu manna í Bandaríkjunum. Mikil spenna ríkir í samskiptum þjóðanna eftir að yfirvöld í Norður Kóreu hófu að þróa kjarnorkuflaugar og hóta árásum á Bandaríkin og Suður Kóreu fyrr á þessu ári. Undanfarnar vikur hefur færst aukinn þungi í hótanirnar en bandarísk stjórnvöld hafa hvatt Norður Kóreu til að láta Bae lausan af mannúðarsjónarmiðum.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira