Erlent

Ástand heimsins

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Hátt uppi í Dúbaí. Sjeik Hamdan Bin Mohamed Bin Rashid al-Maktúm, krónprins í Dúbaí, trónir þarna efst á Burj Khalifa, hæstu turnbyggingu heims. Þetta gerði hann í tilefni af 42 ára afmæli sjálfstæðis landsins nú í vikunni, en einnig til að vekja athygli á baráttu landsins fyrir því að fá að halda heimssýninguna, World Expo, árið 2020.
Hátt uppi í Dúbaí. Sjeik Hamdan Bin Mohamed Bin Rashid al-Maktúm, krónprins í Dúbaí, trónir þarna efst á Burj Khalifa, hæstu turnbyggingu heims. Þetta gerði hann í tilefni af 42 ára afmæli sjálfstæðis landsins nú í vikunni, en einnig til að vekja athygli á baráttu landsins fyrir því að fá að halda heimssýninguna, World Expo, árið 2020. Nordicphotos/AFP
Fréttablaðið lítur við víða um heim á ferð sinni milli landa í "Ástandi heimsins“ í blaði dagsins. Hér má skoða myndirnar.

Jólaskreyting í París. Stórverslunin Printemps í hjarta Parísarborgar er búin að setja upp jólaskreytingar í gluggum sínum.Nordicphotos/AFP
Krákur og vísundar í Pakistan. Í útjaðri borgarinnar Lahore, sem er næststærsta borg Pakistans, mátti sjá þessar krákur fljúga yfir vísundahjörð í dagrenningu í gær.Nordicphotos/AFP
Bjór hellt niður í Nígeríu. Sjálfskipaðir verðir íslamskra sjaríalaga tóku sig til og eyðilögðu meira en 240 þúsund bjórflöskur ásamt því að hella niður meira en átta þúsund lítrum af heimabruggi skammt frá borginni Kano, sem er stærsta borgin í norðanverðri Nígeríu. Þar í borg hefur áfengi verið stranglega bannað í tólf ár.Nordicphotos/AFP
Grísaflutningar á Filippseyjum. Í borginni Palo á Filippseyjum óku þessir tveir menn á vélhjóli með tvo grísi bundna við hjólið. Borgin varð illa úti í fellibylnum Haiyan í síðasta mánuði.Nordicphotos/AFP
Friðarviðræður í Pakistan. Maulana Fazal-ur-Rehman, maðurinn með appelsínugula vefjarhöttinn, er leiðtogi íslamistaflokksins Jamiat Ulma-e-Islam í Peshawar í Pakistan. Hann heilsar þarna öldungum ættbálka frá þessum slóðum, en þeir hittust í gær til að ræða möguleikann á því að hefja á ný friðaviðræður við talibanahreyfinguna.Fréttablaðið/EPA
Mótmælendur hlýja sér í Úkraínu. Undanfarna daga hafa mótmæli verið nánast daglega í Kiev, höfuðborg ÚKraínu, eftir að stjórnvöld ákváðu að undirrita ekki samstarfssamning við Evrópusambandið. Fréttablaðið/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×