Erlent

Lögreglumaður grunaður um morð og mannát

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Að sögn lögreglu var hinn látni pyntaður, og lík hans hlutað í sundur áður en það var grafið í garðinum.
Að sögn lögreglu var hinn látni pyntaður, og lík hans hlutað í sundur áður en það var grafið í garðinum.
Lögregla í Dresden í Þýskalandi hefur handtekið 55 ára lögreglumann vegna gruns um morð og mannát.

Líkamsleifar hins látna, 59 ára karlmanns frá Hannover, fundust grafnar í garði lögreglumannsins, en mennirnir tveir kynntust á vefsíðu áhugafólks um pyntingakynlíf. Að sögn lögreglu var hinn látni pyntaður, og lík hans hlutað í sundur áður en það var grafið í garðinum.

Lögregla segir hluta líksins hafa vantað og er talið að lögreglumaðurinn hafi lagt sér þá til munns, en hinn látni er sagður hafa átt sér þann draum að vera myrtur og étinn frá því hann var ungur.

Hinn handtekni er sagður starfa sem rithandarsérfræðingur í rannsóknardeild lögreglunnar í Saxlandi.

Að sögn BBC er ekki ljóst hvort lögreglumaðurinn drap manninn viljandi eða hvort pyntingaleikir mannanna hafi farið úr böndunum.

Mennirnir hittust á járnbrautarstöð í Dresden þann 4. nóvember og er talið að það hafi verið þeirra fyrsti fundur.  Hinn látni lést síðar sama dag.

Lögreglumaðurinn hefur játað brotin að hluta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×