Heiða Kristín fer ekki fram - Björn Blöndal vill í borgarstjórn Kristján Hjálmarsson skrifar 30. október 2013 12:47 Borgarfulltrúar Besta flokksins og Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. „Nei, ég get ekki sagt að þessi ákvörðun hafi komið á óvart. Við erum búin að taka okkur tíma í að velta þessu fyrir okkur. Við veltum við hverjum steini," segir Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og varaformaður Besta flokksins, um þá ákvörðun Jóns Gnarr að hætta afskiptum af stjórnmálum. Spurð hvort til greina hafi komið að Heiða Kristín tæki við formennsku í Besta flokknum og leiða flokkinn í næstu sveitastjórnarkosningum segir varaformaðurinn að það hafi vissulega verið rætt. „Við höfum velt fyrir okkur öllum hugmyndum og skoðaði í hvern krók og kima en þetta var niðurstaðan. Ég ætla ekki að skipta um starfsvettvang að þessu sinni,“ segir Heiða Kristín, sem starfar sem bæði sem framkvæmdastjóri þingflokks og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. „Það verður hlutverk mitt sem stjórnarformaður flokksins að leiðbeina framboðum Bjartrar framtíðar í sveitarstjórnarkosningunum en þau fengu nýja og sterka viðbót í dag," segir Heiða Kristín og vísar þar til að Besti flokkurinn mun renna saman við Bjarta framtíð. „Þó ég bjóði mig ekki fram í sveitastjórnarkosningunum mun ég ekki láta þær framhjá mér fara enda er ég svo sjúk í kosningar.“ Stofnfundur Bjartrar framtíðar í Reykjavík verður haldinn í dag. „Þar munum við stilla saman strengi og setja niður í þau embætti sem þarf; kjósa í nefndir, framkvæmdastjórn sem mun síðan raða á listann - með svipuðum hætti og var gert fyrir þingkosningarnar,“ segir Heiða Kristín. Að sögn Heiðu Kristínar hafa sitjandi borgarfulltrúar Besta flokksins mikinn áhuga á að halda áfram í stjórnmálum. „Það er full bestun í gangi auk þess sem nýtt fólk mun bætast við,“ segir hún. Því má gera ráð fyrir að Einar Örn Benediktsson, Elsa Yeoman, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir og Páll Hjaltason, sem tók sæti Óttars Proppé í borgarstjórn þegar hann tók sæti á Alþingi fyrir Bjarta framtíð, bjóði sig fram í kosningunum í vor. „Svo sækist Björn Blöndal eftir því að taka þátt í kosingingunum," segir Heiða Kristín en Björn hefur verið aðstoðarmaður Jóns Gnarr frá því hann tók við sem borgarstjóri. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Nei, ég get ekki sagt að þessi ákvörðun hafi komið á óvart. Við erum búin að taka okkur tíma í að velta þessu fyrir okkur. Við veltum við hverjum steini," segir Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og varaformaður Besta flokksins, um þá ákvörðun Jóns Gnarr að hætta afskiptum af stjórnmálum. Spurð hvort til greina hafi komið að Heiða Kristín tæki við formennsku í Besta flokknum og leiða flokkinn í næstu sveitastjórnarkosningum segir varaformaðurinn að það hafi vissulega verið rætt. „Við höfum velt fyrir okkur öllum hugmyndum og skoðaði í hvern krók og kima en þetta var niðurstaðan. Ég ætla ekki að skipta um starfsvettvang að þessu sinni,“ segir Heiða Kristín, sem starfar sem bæði sem framkvæmdastjóri þingflokks og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. „Það verður hlutverk mitt sem stjórnarformaður flokksins að leiðbeina framboðum Bjartrar framtíðar í sveitarstjórnarkosningunum en þau fengu nýja og sterka viðbót í dag," segir Heiða Kristín og vísar þar til að Besti flokkurinn mun renna saman við Bjarta framtíð. „Þó ég bjóði mig ekki fram í sveitastjórnarkosningunum mun ég ekki láta þær framhjá mér fara enda er ég svo sjúk í kosningar.“ Stofnfundur Bjartrar framtíðar í Reykjavík verður haldinn í dag. „Þar munum við stilla saman strengi og setja niður í þau embætti sem þarf; kjósa í nefndir, framkvæmdastjórn sem mun síðan raða á listann - með svipuðum hætti og var gert fyrir þingkosningarnar,“ segir Heiða Kristín. Að sögn Heiðu Kristínar hafa sitjandi borgarfulltrúar Besta flokksins mikinn áhuga á að halda áfram í stjórnmálum. „Það er full bestun í gangi auk þess sem nýtt fólk mun bætast við,“ segir hún. Því má gera ráð fyrir að Einar Örn Benediktsson, Elsa Yeoman, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir og Páll Hjaltason, sem tók sæti Óttars Proppé í borgarstjórn þegar hann tók sæti á Alþingi fyrir Bjarta framtíð, bjóði sig fram í kosningunum í vor. „Svo sækist Björn Blöndal eftir því að taka þátt í kosingingunum," segir Heiða Kristín en Björn hefur verið aðstoðarmaður Jóns Gnarr frá því hann tók við sem borgarstjóri.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira