Heiða Kristín fer ekki fram - Björn Blöndal vill í borgarstjórn Kristján Hjálmarsson skrifar 30. október 2013 12:47 Borgarfulltrúar Besta flokksins og Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. „Nei, ég get ekki sagt að þessi ákvörðun hafi komið á óvart. Við erum búin að taka okkur tíma í að velta þessu fyrir okkur. Við veltum við hverjum steini," segir Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og varaformaður Besta flokksins, um þá ákvörðun Jóns Gnarr að hætta afskiptum af stjórnmálum. Spurð hvort til greina hafi komið að Heiða Kristín tæki við formennsku í Besta flokknum og leiða flokkinn í næstu sveitastjórnarkosningum segir varaformaðurinn að það hafi vissulega verið rætt. „Við höfum velt fyrir okkur öllum hugmyndum og skoðaði í hvern krók og kima en þetta var niðurstaðan. Ég ætla ekki að skipta um starfsvettvang að þessu sinni,“ segir Heiða Kristín, sem starfar sem bæði sem framkvæmdastjóri þingflokks og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. „Það verður hlutverk mitt sem stjórnarformaður flokksins að leiðbeina framboðum Bjartrar framtíðar í sveitarstjórnarkosningunum en þau fengu nýja og sterka viðbót í dag," segir Heiða Kristín og vísar þar til að Besti flokkurinn mun renna saman við Bjarta framtíð. „Þó ég bjóði mig ekki fram í sveitastjórnarkosningunum mun ég ekki láta þær framhjá mér fara enda er ég svo sjúk í kosningar.“ Stofnfundur Bjartrar framtíðar í Reykjavík verður haldinn í dag. „Þar munum við stilla saman strengi og setja niður í þau embætti sem þarf; kjósa í nefndir, framkvæmdastjórn sem mun síðan raða á listann - með svipuðum hætti og var gert fyrir þingkosningarnar,“ segir Heiða Kristín. Að sögn Heiðu Kristínar hafa sitjandi borgarfulltrúar Besta flokksins mikinn áhuga á að halda áfram í stjórnmálum. „Það er full bestun í gangi auk þess sem nýtt fólk mun bætast við,“ segir hún. Því má gera ráð fyrir að Einar Örn Benediktsson, Elsa Yeoman, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir og Páll Hjaltason, sem tók sæti Óttars Proppé í borgarstjórn þegar hann tók sæti á Alþingi fyrir Bjarta framtíð, bjóði sig fram í kosningunum í vor. „Svo sækist Björn Blöndal eftir því að taka þátt í kosingingunum," segir Heiða Kristín en Björn hefur verið aðstoðarmaður Jóns Gnarr frá því hann tók við sem borgarstjóri. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Nei, ég get ekki sagt að þessi ákvörðun hafi komið á óvart. Við erum búin að taka okkur tíma í að velta þessu fyrir okkur. Við veltum við hverjum steini," segir Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og varaformaður Besta flokksins, um þá ákvörðun Jóns Gnarr að hætta afskiptum af stjórnmálum. Spurð hvort til greina hafi komið að Heiða Kristín tæki við formennsku í Besta flokknum og leiða flokkinn í næstu sveitastjórnarkosningum segir varaformaðurinn að það hafi vissulega verið rætt. „Við höfum velt fyrir okkur öllum hugmyndum og skoðaði í hvern krók og kima en þetta var niðurstaðan. Ég ætla ekki að skipta um starfsvettvang að þessu sinni,“ segir Heiða Kristín, sem starfar sem bæði sem framkvæmdastjóri þingflokks og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. „Það verður hlutverk mitt sem stjórnarformaður flokksins að leiðbeina framboðum Bjartrar framtíðar í sveitarstjórnarkosningunum en þau fengu nýja og sterka viðbót í dag," segir Heiða Kristín og vísar þar til að Besti flokkurinn mun renna saman við Bjarta framtíð. „Þó ég bjóði mig ekki fram í sveitastjórnarkosningunum mun ég ekki láta þær framhjá mér fara enda er ég svo sjúk í kosningar.“ Stofnfundur Bjartrar framtíðar í Reykjavík verður haldinn í dag. „Þar munum við stilla saman strengi og setja niður í þau embætti sem þarf; kjósa í nefndir, framkvæmdastjórn sem mun síðan raða á listann - með svipuðum hætti og var gert fyrir þingkosningarnar,“ segir Heiða Kristín. Að sögn Heiðu Kristínar hafa sitjandi borgarfulltrúar Besta flokksins mikinn áhuga á að halda áfram í stjórnmálum. „Það er full bestun í gangi auk þess sem nýtt fólk mun bætast við,“ segir hún. Því má gera ráð fyrir að Einar Örn Benediktsson, Elsa Yeoman, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir og Páll Hjaltason, sem tók sæti Óttars Proppé í borgarstjórn þegar hann tók sæti á Alþingi fyrir Bjarta framtíð, bjóði sig fram í kosningunum í vor. „Svo sækist Björn Blöndal eftir því að taka þátt í kosingingunum," segir Heiða Kristín en Björn hefur verið aðstoðarmaður Jóns Gnarr frá því hann tók við sem borgarstjóri.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira