Heiða Kristín fer ekki fram - Björn Blöndal vill í borgarstjórn Kristján Hjálmarsson skrifar 30. október 2013 12:47 Borgarfulltrúar Besta flokksins og Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. „Nei, ég get ekki sagt að þessi ákvörðun hafi komið á óvart. Við erum búin að taka okkur tíma í að velta þessu fyrir okkur. Við veltum við hverjum steini," segir Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og varaformaður Besta flokksins, um þá ákvörðun Jóns Gnarr að hætta afskiptum af stjórnmálum. Spurð hvort til greina hafi komið að Heiða Kristín tæki við formennsku í Besta flokknum og leiða flokkinn í næstu sveitastjórnarkosningum segir varaformaðurinn að það hafi vissulega verið rætt. „Við höfum velt fyrir okkur öllum hugmyndum og skoðaði í hvern krók og kima en þetta var niðurstaðan. Ég ætla ekki að skipta um starfsvettvang að þessu sinni,“ segir Heiða Kristín, sem starfar sem bæði sem framkvæmdastjóri þingflokks og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. „Það verður hlutverk mitt sem stjórnarformaður flokksins að leiðbeina framboðum Bjartrar framtíðar í sveitarstjórnarkosningunum en þau fengu nýja og sterka viðbót í dag," segir Heiða Kristín og vísar þar til að Besti flokkurinn mun renna saman við Bjarta framtíð. „Þó ég bjóði mig ekki fram í sveitastjórnarkosningunum mun ég ekki láta þær framhjá mér fara enda er ég svo sjúk í kosningar.“ Stofnfundur Bjartrar framtíðar í Reykjavík verður haldinn í dag. „Þar munum við stilla saman strengi og setja niður í þau embætti sem þarf; kjósa í nefndir, framkvæmdastjórn sem mun síðan raða á listann - með svipuðum hætti og var gert fyrir þingkosningarnar,“ segir Heiða Kristín. Að sögn Heiðu Kristínar hafa sitjandi borgarfulltrúar Besta flokksins mikinn áhuga á að halda áfram í stjórnmálum. „Það er full bestun í gangi auk þess sem nýtt fólk mun bætast við,“ segir hún. Því má gera ráð fyrir að Einar Örn Benediktsson, Elsa Yeoman, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir og Páll Hjaltason, sem tók sæti Óttars Proppé í borgarstjórn þegar hann tók sæti á Alþingi fyrir Bjarta framtíð, bjóði sig fram í kosningunum í vor. „Svo sækist Björn Blöndal eftir því að taka þátt í kosingingunum," segir Heiða Kristín en Björn hefur verið aðstoðarmaður Jóns Gnarr frá því hann tók við sem borgarstjóri. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
„Nei, ég get ekki sagt að þessi ákvörðun hafi komið á óvart. Við erum búin að taka okkur tíma í að velta þessu fyrir okkur. Við veltum við hverjum steini," segir Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og varaformaður Besta flokksins, um þá ákvörðun Jóns Gnarr að hætta afskiptum af stjórnmálum. Spurð hvort til greina hafi komið að Heiða Kristín tæki við formennsku í Besta flokknum og leiða flokkinn í næstu sveitastjórnarkosningum segir varaformaðurinn að það hafi vissulega verið rætt. „Við höfum velt fyrir okkur öllum hugmyndum og skoðaði í hvern krók og kima en þetta var niðurstaðan. Ég ætla ekki að skipta um starfsvettvang að þessu sinni,“ segir Heiða Kristín, sem starfar sem bæði sem framkvæmdastjóri þingflokks og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. „Það verður hlutverk mitt sem stjórnarformaður flokksins að leiðbeina framboðum Bjartrar framtíðar í sveitarstjórnarkosningunum en þau fengu nýja og sterka viðbót í dag," segir Heiða Kristín og vísar þar til að Besti flokkurinn mun renna saman við Bjarta framtíð. „Þó ég bjóði mig ekki fram í sveitastjórnarkosningunum mun ég ekki láta þær framhjá mér fara enda er ég svo sjúk í kosningar.“ Stofnfundur Bjartrar framtíðar í Reykjavík verður haldinn í dag. „Þar munum við stilla saman strengi og setja niður í þau embætti sem þarf; kjósa í nefndir, framkvæmdastjórn sem mun síðan raða á listann - með svipuðum hætti og var gert fyrir þingkosningarnar,“ segir Heiða Kristín. Að sögn Heiðu Kristínar hafa sitjandi borgarfulltrúar Besta flokksins mikinn áhuga á að halda áfram í stjórnmálum. „Það er full bestun í gangi auk þess sem nýtt fólk mun bætast við,“ segir hún. Því má gera ráð fyrir að Einar Örn Benediktsson, Elsa Yeoman, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir og Páll Hjaltason, sem tók sæti Óttars Proppé í borgarstjórn þegar hann tók sæti á Alþingi fyrir Bjarta framtíð, bjóði sig fram í kosningunum í vor. „Svo sækist Björn Blöndal eftir því að taka þátt í kosingingunum," segir Heiða Kristín en Björn hefur verið aðstoðarmaður Jóns Gnarr frá því hann tók við sem borgarstjóri.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira