Íslenski boltinn

Báðir miðverðir Valsmanna farnir - Halldór Kristinn í Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Kristinn Halldórsson.
Halldór Kristinn Halldórsson. Mynd/Hag
Valsmenn munu tefla fram tveimur nýjum miðvörðum í Pepsi-deild karla á komandi sumri því Halldór Kristinn Halldórsson er búinn að gera samning við Keflavík. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Áður hafði fyrirliði Valsliðsins, Atli Sveinn Þórarinsson, samið við b-deildarlið KA. Saman léku þeir Halldór Kristinn og Atli Sveinn í miðvarðarstöðunum í 18 af 22 leikjum Vals síðasta sumar.

Halldór Kristinn er 24 ára gamall og var búinn að spila í tvö tímabil með Val eftir að hafa komið til félagsins frá Leikni. Hann spilaði 40 leiki fyrir Val í Pepsi-deildinni 2011 og 2012.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur verið orðaður við Val en honum hefur verið tilkynnt af þjálfara KR að félagið hafi ekki not fyrir hann næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×