Erlent

Mannfall í Egyptalandi

Að minnsta kosti 26 létust og rúmlega 300 særðust í áframhaldandi átökum í Egyptalandi í gær.

Forsetinn fyrrverandi, Mohamed Morsi, situr í stofufangelsi og æðsti leiðtogi Bræðralags múslima hvatti stuðningsmenn hans til að halda mótmælum áfram þar til hann væri laus úr haldi.

Hann væri réttkjörinn forseti landsins og Bræðralagið myndi ekki víkja. Það var her landsins sem steypti Morsi af stóli og tugþúsundir mótmæltu aðförunum í höfuðborginni Kaíró í gær.

Um kvöldið brutust út átök við Tahrir torg og þá var barist í næststærstu borg landsins, Alexandríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×