Erlent

Frankenstein og Hitler í kjöri

Maður að nafni Adolf Lu Hitler er í framboði til héraðsþings í Meghalya á Indlandi, þar sem gengið verður til kosninga á morgun.

Annar frambjóðandi heitir Frankenstein Momin. Alls eru 345 manns í framboði og nöfn nokkurra annarra þykja dálítið sérstök. Foreldrar í Meghalya hafa lengi verið óhræddir við að gefa börnum sínum óhefðbundin nöfn.

Hitler er orðinn 54 ára. Hann er þriggja barna faðir og hefur þegar setið þrjú kjörtímabil á þinginu. Faðir hans starfaði hjá breska hernum en hreifst engu að síður af hinum alræmda höfuðóvini Breta.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×