Vonbrigðin í fyrra hvöttu Bæjara til dáða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2013 06:00 Nordicphotos/Getty Það yrði stórslys ef Bayern München tækist ekki að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Eftir að Börsungar voru dregnir til slátrunar 4-0 í Þýskalandi fyrir viku er líklega enginn sem reiknar með því að þeir spænsku eigi sér viðreisnar von. Fjögur mörk eru betra veganesti en nokkur Bæjari hefði getað látið sig dreyma um. „Við vorum afar heppnir að tapa leiknum aðeins 4-0 því við litum út fyrir að vera áhugamenn,“ segir Mark van Bommel, fyrirliði Bayern München, eftir 4-0 sigur Barcelona á Bayern í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar árið 2009. Þá fór Barcelona alla leið í úrslitin og lyfti titlinum eftir sigur á Manchester United. Börsungar þurfa að endurtaka leikinn frá því á Nývangi 2009 í kvöld en hungur og sjálfstraust leikmanna Bæjara gerir verkefnið erfitt viðfangs. „Þegar þú upplifir úrslitaleik eins og okkar gegn Chelsea þá veistu hve illa getur farið,“ segir Jupp Heynckes, þjálfari Bæjara. Þeir þýsku töpuðu úrslitaleik keppninnar í fyrra á heimavelli í München eftir vítaspyrnukeppni. Liðið hafði töluverða yfirburði í leiknum en þegar upp var staðið voru leikmenn liðsins með silfurpening um hálsinn. „Sum félög gefast upp en allir hjá Bayern brugðust jákvætt við tapinu. Við gerðum breytingar, fengum góða leikmenn og styrktum liðsandann,“ segir Heynckes sem getur stillt upp sínu sterkasta liði. Fimm leikmenn liðsins eru þó einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann og verður fróðlegt að sjá hvort Heynckes freistist til þess að hvíla einhverja. Dagskipulagið hjá heimamönnum er skýrt. Liðið þarf að skora mörk en má um leið alls ekki fá á sig mark. Skori Bæjarar útivallarmark þurfa Börsungar að koma boltanum sex sinnum í net Bæjara. „Við erum Barcelona og getum ekki gefist upp þótt staðan sé slæm. Takist ætlunarverkið ekki þurfum við að geta borið höfuðið hátt, berjast allt til loka svo stuðningsmennirnir geti verið stoltir,“ segir Tito Vilanova þjálfari Barcelona. Leikur liðanna hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport & HD. Dortmund tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn í Meistaradeildini í gærkvöldi. Það helsta úr leiknum má sjá hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:11 Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:23 Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30. apríl 2013 22:29 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Það yrði stórslys ef Bayern München tækist ekki að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Eftir að Börsungar voru dregnir til slátrunar 4-0 í Þýskalandi fyrir viku er líklega enginn sem reiknar með því að þeir spænsku eigi sér viðreisnar von. Fjögur mörk eru betra veganesti en nokkur Bæjari hefði getað látið sig dreyma um. „Við vorum afar heppnir að tapa leiknum aðeins 4-0 því við litum út fyrir að vera áhugamenn,“ segir Mark van Bommel, fyrirliði Bayern München, eftir 4-0 sigur Barcelona á Bayern í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar árið 2009. Þá fór Barcelona alla leið í úrslitin og lyfti titlinum eftir sigur á Manchester United. Börsungar þurfa að endurtaka leikinn frá því á Nývangi 2009 í kvöld en hungur og sjálfstraust leikmanna Bæjara gerir verkefnið erfitt viðfangs. „Þegar þú upplifir úrslitaleik eins og okkar gegn Chelsea þá veistu hve illa getur farið,“ segir Jupp Heynckes, þjálfari Bæjara. Þeir þýsku töpuðu úrslitaleik keppninnar í fyrra á heimavelli í München eftir vítaspyrnukeppni. Liðið hafði töluverða yfirburði í leiknum en þegar upp var staðið voru leikmenn liðsins með silfurpening um hálsinn. „Sum félög gefast upp en allir hjá Bayern brugðust jákvætt við tapinu. Við gerðum breytingar, fengum góða leikmenn og styrktum liðsandann,“ segir Heynckes sem getur stillt upp sínu sterkasta liði. Fimm leikmenn liðsins eru þó einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann og verður fróðlegt að sjá hvort Heynckes freistist til þess að hvíla einhverja. Dagskipulagið hjá heimamönnum er skýrt. Liðið þarf að skora mörk en má um leið alls ekki fá á sig mark. Skori Bæjarar útivallarmark þurfa Börsungar að koma boltanum sex sinnum í net Bæjara. „Við erum Barcelona og getum ekki gefist upp þótt staðan sé slæm. Takist ætlunarverkið ekki þurfum við að geta borið höfuðið hátt, berjast allt til loka svo stuðningsmennirnir geti verið stoltir,“ segir Tito Vilanova þjálfari Barcelona. Leikur liðanna hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport & HD. Dortmund tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn í Meistaradeildini í gærkvöldi. Það helsta úr leiknum má sjá hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:11 Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:23 Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30. apríl 2013 22:29 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:11
Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:23
Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30. apríl 2013 22:29
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki