Fótbolti

Læsti sig inni á klósetti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hans-Joachim Watzke
Hans-Joachim Watzke Nordicphotos/Getty
Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld.

Madríd skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og þurftu aðeins eitt til viðbótar til þess að tryggja sér sigur í einvíginu.

„Þetta var í fyrsta skipti á ævi minni sem ég hef þurft að hætta að horfa á knattspyrnuleik því ég taldi að hjarta mitt réði ekki við spennuna," sagði Watzke við blaðamenn í Madríd.

„Ég læsti mig inni á klósetti og hélt fyrir eyrun. Ég heyrði engin frekari fagnaðarlæti svo ég sneri aftur á völlinn þegar mínúta lifði leiks. Við erum áskrifendur að dramatískum lokamínútum," sagði Watzke kampakátur.


Tengdar fréttir

Tapaðist í fyrri leiknum

Cristiano Ronaldo náði sér engan veginn á strik í 2-0 sigri Real Madrid gegn Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn dugði ekki þar sem Dortmund vann fyrri leikinn 4-1.

Dramatík í lokin en Dortmund fór í úrslit

Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld.

Vil vera þar sem ég er elskaður

Jose Mourinho gaf sterklega í skyn á blaðamannafundi eftir leik Real Madrid og Dortmund í kvöld að hann væri á förum frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×