Síminn hjá Heiðari hefur ekki hringt enn þá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2013 07:30 Heiðar í búningi Watford á síðasta áratug. Nordicphotos/Getty Eftir fimmtán ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu er Heiðar Helguson kominn heim. Sjö erlend félög hafa notið góðs af markaskoraranum þrautseiga. Heiðar lék lykilhlutverk með Cardiff sem á dögunum tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta skipti. Frábær endir á farsælum ferli. „Maður hefði ekki getað óskað sér betri endi en að fara upp. Tímabilið gekk alveg rosalega vel,“ segir Heiðar. Liðið á reyndar eftir einn leik um helgina en sá leikur skiptir litlu. Heiðar meiddist á kálfa á dögunum og hefur ekki spilað undanfarnar vikur. Löngu var þó ljóst að liðið væri á leiðinni upp og lítil ástæða til að láta Heiðar pína sig. „Það var engin ástæða til að spila þá leiki. Bara láta Aron og strákana um að klára þetta,“ segir Heiðar léttur. Heiðar verður 36 ára í ágúst og virðist heil eilífð síðan hann hélt 22 ára til Lilleström í Noregi. Síðan lá leiðin til Englands þar sem hann var í þrettán ár eða allt þar til Cardiff falaðist eftir kröftum kappans síðasta árið. „Það má eiginlega segja það að ég hafi enst lengur í atvinnumennskunni en ég reiknaði með,“ segir Heiðar. Hann segir miklu hafa munað um stuðning eiginkonu sinnar og fjölskyldu allan þennan tíma. Auk þess hafi skipt máli að hugsa vel um sig síðustu árin.Heiðar fagnar marki með QPR gegn Wigan.Nordicphotos/Getty„Það er mjög mikilvægt ef maður ætlar að endast eitthvað, sérstaklega ef maður er kominn yfir þrítugt. Þá þarf að hugsa betur hvernig maður lifir lífinu.“ Heiðar var kjörinn íþróttamaður ársins 2011 en segir að undanfarið ár hafi legið ljóst fyrir að tímabilið hjá Cardiff yrði hans síðasta. Fjölskylda hans flutti til landsins á síðasta ári og nú er hún sameinuð á ný í Laugardalnum. Þar spilaði Heiðar með Þrótti áður en hann hélt utan og hafa þeir rauðu og hvítu ítrekað spaugað með það undanfarin ár að Heiðar lyki ferlinum í Þrótti. „Síminn hefur ekki hringt. Ég hef alveg verið látinn í friði,“ segir Heiðar léttur. Mun meiri líkur séu á því að sjá hann á golfvellinum í sumar en framherjinn er með forgjöf í kringum tíu. „Það rignir svolítið mikið í Wales þannig að ég hef lítið spilað. Maður þarf kannski nokkra hringi til þess að hita sig upp fyrir sumarið.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Eftir fimmtán ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu er Heiðar Helguson kominn heim. Sjö erlend félög hafa notið góðs af markaskoraranum þrautseiga. Heiðar lék lykilhlutverk með Cardiff sem á dögunum tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta skipti. Frábær endir á farsælum ferli. „Maður hefði ekki getað óskað sér betri endi en að fara upp. Tímabilið gekk alveg rosalega vel,“ segir Heiðar. Liðið á reyndar eftir einn leik um helgina en sá leikur skiptir litlu. Heiðar meiddist á kálfa á dögunum og hefur ekki spilað undanfarnar vikur. Löngu var þó ljóst að liðið væri á leiðinni upp og lítil ástæða til að láta Heiðar pína sig. „Það var engin ástæða til að spila þá leiki. Bara láta Aron og strákana um að klára þetta,“ segir Heiðar léttur. Heiðar verður 36 ára í ágúst og virðist heil eilífð síðan hann hélt 22 ára til Lilleström í Noregi. Síðan lá leiðin til Englands þar sem hann var í þrettán ár eða allt þar til Cardiff falaðist eftir kröftum kappans síðasta árið. „Það má eiginlega segja það að ég hafi enst lengur í atvinnumennskunni en ég reiknaði með,“ segir Heiðar. Hann segir miklu hafa munað um stuðning eiginkonu sinnar og fjölskyldu allan þennan tíma. Auk þess hafi skipt máli að hugsa vel um sig síðustu árin.Heiðar fagnar marki með QPR gegn Wigan.Nordicphotos/Getty„Það er mjög mikilvægt ef maður ætlar að endast eitthvað, sérstaklega ef maður er kominn yfir þrítugt. Þá þarf að hugsa betur hvernig maður lifir lífinu.“ Heiðar var kjörinn íþróttamaður ársins 2011 en segir að undanfarið ár hafi legið ljóst fyrir að tímabilið hjá Cardiff yrði hans síðasta. Fjölskylda hans flutti til landsins á síðasta ári og nú er hún sameinuð á ný í Laugardalnum. Þar spilaði Heiðar með Þrótti áður en hann hélt utan og hafa þeir rauðu og hvítu ítrekað spaugað með það undanfarin ár að Heiðar lyki ferlinum í Þrótti. „Síminn hefur ekki hringt. Ég hef alveg verið látinn í friði,“ segir Heiðar léttur. Mun meiri líkur séu á því að sjá hann á golfvellinum í sumar en framherjinn er með forgjöf í kringum tíu. „Það rignir svolítið mikið í Wales þannig að ég hef lítið spilað. Maður þarf kannski nokkra hringi til þess að hita sig upp fyrir sumarið.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira