Síminn hjá Heiðari hefur ekki hringt enn þá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2013 07:30 Heiðar í búningi Watford á síðasta áratug. Nordicphotos/Getty Eftir fimmtán ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu er Heiðar Helguson kominn heim. Sjö erlend félög hafa notið góðs af markaskoraranum þrautseiga. Heiðar lék lykilhlutverk með Cardiff sem á dögunum tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta skipti. Frábær endir á farsælum ferli. „Maður hefði ekki getað óskað sér betri endi en að fara upp. Tímabilið gekk alveg rosalega vel,“ segir Heiðar. Liðið á reyndar eftir einn leik um helgina en sá leikur skiptir litlu. Heiðar meiddist á kálfa á dögunum og hefur ekki spilað undanfarnar vikur. Löngu var þó ljóst að liðið væri á leiðinni upp og lítil ástæða til að láta Heiðar pína sig. „Það var engin ástæða til að spila þá leiki. Bara láta Aron og strákana um að klára þetta,“ segir Heiðar léttur. Heiðar verður 36 ára í ágúst og virðist heil eilífð síðan hann hélt 22 ára til Lilleström í Noregi. Síðan lá leiðin til Englands þar sem hann var í þrettán ár eða allt þar til Cardiff falaðist eftir kröftum kappans síðasta árið. „Það má eiginlega segja það að ég hafi enst lengur í atvinnumennskunni en ég reiknaði með,“ segir Heiðar. Hann segir miklu hafa munað um stuðning eiginkonu sinnar og fjölskyldu allan þennan tíma. Auk þess hafi skipt máli að hugsa vel um sig síðustu árin.Heiðar fagnar marki með QPR gegn Wigan.Nordicphotos/Getty„Það er mjög mikilvægt ef maður ætlar að endast eitthvað, sérstaklega ef maður er kominn yfir þrítugt. Þá þarf að hugsa betur hvernig maður lifir lífinu.“ Heiðar var kjörinn íþróttamaður ársins 2011 en segir að undanfarið ár hafi legið ljóst fyrir að tímabilið hjá Cardiff yrði hans síðasta. Fjölskylda hans flutti til landsins á síðasta ári og nú er hún sameinuð á ný í Laugardalnum. Þar spilaði Heiðar með Þrótti áður en hann hélt utan og hafa þeir rauðu og hvítu ítrekað spaugað með það undanfarin ár að Heiðar lyki ferlinum í Þrótti. „Síminn hefur ekki hringt. Ég hef alveg verið látinn í friði,“ segir Heiðar léttur. Mun meiri líkur séu á því að sjá hann á golfvellinum í sumar en framherjinn er með forgjöf í kringum tíu. „Það rignir svolítið mikið í Wales þannig að ég hef lítið spilað. Maður þarf kannski nokkra hringi til þess að hita sig upp fyrir sumarið.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Eftir fimmtán ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu er Heiðar Helguson kominn heim. Sjö erlend félög hafa notið góðs af markaskoraranum þrautseiga. Heiðar lék lykilhlutverk með Cardiff sem á dögunum tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta skipti. Frábær endir á farsælum ferli. „Maður hefði ekki getað óskað sér betri endi en að fara upp. Tímabilið gekk alveg rosalega vel,“ segir Heiðar. Liðið á reyndar eftir einn leik um helgina en sá leikur skiptir litlu. Heiðar meiddist á kálfa á dögunum og hefur ekki spilað undanfarnar vikur. Löngu var þó ljóst að liðið væri á leiðinni upp og lítil ástæða til að láta Heiðar pína sig. „Það var engin ástæða til að spila þá leiki. Bara láta Aron og strákana um að klára þetta,“ segir Heiðar léttur. Heiðar verður 36 ára í ágúst og virðist heil eilífð síðan hann hélt 22 ára til Lilleström í Noregi. Síðan lá leiðin til Englands þar sem hann var í þrettán ár eða allt þar til Cardiff falaðist eftir kröftum kappans síðasta árið. „Það má eiginlega segja það að ég hafi enst lengur í atvinnumennskunni en ég reiknaði með,“ segir Heiðar. Hann segir miklu hafa munað um stuðning eiginkonu sinnar og fjölskyldu allan þennan tíma. Auk þess hafi skipt máli að hugsa vel um sig síðustu árin.Heiðar fagnar marki með QPR gegn Wigan.Nordicphotos/Getty„Það er mjög mikilvægt ef maður ætlar að endast eitthvað, sérstaklega ef maður er kominn yfir þrítugt. Þá þarf að hugsa betur hvernig maður lifir lífinu.“ Heiðar var kjörinn íþróttamaður ársins 2011 en segir að undanfarið ár hafi legið ljóst fyrir að tímabilið hjá Cardiff yrði hans síðasta. Fjölskylda hans flutti til landsins á síðasta ári og nú er hún sameinuð á ný í Laugardalnum. Þar spilaði Heiðar með Þrótti áður en hann hélt utan og hafa þeir rauðu og hvítu ítrekað spaugað með það undanfarin ár að Heiðar lyki ferlinum í Þrótti. „Síminn hefur ekki hringt. Ég hef alveg verið látinn í friði,“ segir Heiðar léttur. Mun meiri líkur séu á því að sjá hann á golfvellinum í sumar en framherjinn er með forgjöf í kringum tíu. „Það rignir svolítið mikið í Wales þannig að ég hef lítið spilað. Maður þarf kannski nokkra hringi til þess að hita sig upp fyrir sumarið.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira